
Valle de Viñales Black Magic - Arte
Valle de Viñales Black Magic – Arte
Valle de Viñales heilmyndin er innblásin af ætingum frá nýlendutímum 19. aldar. Tvítóna mynstrið er gert úr þykkum júta, sem eru blanda náttúrutrefja úr hitabeltinu. Notuð er svokölluð fil-à-fil tækni, sem er hugtak í textíliðnaðinum fyrir „þráð í þræði“ en þá er efnið ofið með tveimur mismunandi litum þráðum sem gera trefjarnar meira sýnilegar. Lóðréttu línurnar tryggja að mynstrið virðist lyftast á veggnum.
Heilmyndin er í staðlaðri stærð: 285 cm x 300 cm = Alls 8.55 m². Endurtaka má mynstrið sem þýðir að mynstur heilmyndanna passa saman þegar þær eru lagðar hlið við hlið.
Valle de Viñales veggfóðrið er ofinn textíll úr náttúrutrefjum með baki úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven) sem þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná því af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að setja límið á vegginn. Blautt/rakt lím má strjúka létt af framhliðinni með svampi við upphengingu. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið – sem við mælum eindregið með þegar kemur að þessu veggfóðri. Einnig má benda á myndbönd á heimasíðunni.
Leiðbeiningar fyrir veggfóður úr náttúrulegum efnum á non-woven bakhlið
258.619 kr.
Í boði sem biðpöntun