fbpx

Uccelli Ballet Slipper - Cole & Son

61.899 kr.

Uccelli Ballet Slipper – Cole & Son

Nafn veggfóðurslínunnar sem þetta mynstur tilheyrir vísar til samstarfs Cole & Son og ítalska hönnunarfyrirtækisins Fornasetti, sem þekkt er fyrir listræna, háklassa hönnun. Í Fornasetti línunni mætast breskt hágæða handverk og ítalskur húmor og hugmyndaauðgi. Saman skapa fyrirtækin einstaka töfra með endalausri sköpunargáfu og tímalausri fagurfræði.

Uccelli, sem þýðir fuglar, var upprunalega hannað sem samanbrjótanlegt skilrúm úr lúxus textíl. Mynstrið sýnir margar tegundir fugla í líflegum litum, sitjandi á trjágreinum. Þetta mótíf var seinna yfirfært á veggfóður og gefur það veggjunum fíngerðan og einhvern töfrandi íburð. Á stærri veggjum verður til hrífandi fallegt fuglabúr.

Hver rúlla af Uccelli veggfóðrinu inniheldur tvær lengjur sem saman skapa heila mynd; 104 cm á breidd og 240 cm á hæð. Hönnunin er með auka 40 cm af grunnlit ofan við blómagrindina svo hægt sé að klippa veggfóðrið til ofan frá svo myndin passi fullkomlega á vegginn sem hún prýðir.

LEIÐBEININGAR við upphengingu veggfóðurs

61.899 kr.

Í boði sem biðpöntun

SÉRPÖNTUN - EKKI SKILAVARA: Reiknivélin metur u.þ.b. það magn af veggfóðri sem þú þarfnast miðað við þínar mælingar. Sérefni taka ekki ábyrgð á ofáætlun eða skorti á veggfóðursmagni á grundvelli þessara útreikninga þar sem of margir þættir geta spilað inn í efnisþörf. Þar má nefna ónákvæmar mælingar, dyr, glugga, mynsturgerð, mistök í uppsetningu og fleira. Ef flókið er að finna út magn mælum við með að ráðfæra sig við fagmann áður en pantað er.

Vörunúmer: 114/11022 Vöruflokkar: , , Stikkorð: ,

Tengdar vörur

Shopping cart

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping