Pallahreinsir
Pallahreinsir
Tinova Wood Cleaner
Tinova Wood Cleaner er sterkt, lútkennt hreinsiefni með bleikingareiginleika. Efnið er ætlað til notkunar á sólpöllum, útihúsgögnum og öðru tréverki utanhúss þar sem fjarlægja þarf óhreinindi, gamlar olíur eða gráma. Jafnframt skal nota þennan pallahreinsi sem fyrra stig í hreinsunarferli á harðvið. Notið þörunga- og mygluhreinsi til hreinsunar ef um minni háttar óhreinindi er að ræða á olíubornum pöllum (enginn grámi).
Gætið sérstakrar varúðar í nálægð við gróður og garðplöntur sem geta skaðast við snertingu af efninu. Þekið gróður og steinfleti með plastábreiðu.
Vöruflokkar: Hreinsiefni úti, Málað utanhúss, Málning fyrir hús