Harðviðarhreinsir

Xyladecor Ontgrijzer

Xyladecor harðviðarhreinsir er hraðvirkt og lyktarlítið hreinsihlaup sem fjarlægir gráma, óhreinindi og gamla olíu af við og nær fram upprunalegum lit viðarins. Efnið er auðvelt í notkun og hlaupáferðin veldur því að þægilegt er að afmarka það, t.d. helst það betur á lóðréttum flötum.
Xyladecor harðviðarhreinsirinn er upplagður á sólpalla, útihúsgögn og annað tréverk utanhúss, sérstaklega á harðvið, s.s. tekk. Eftir hreinsun er viðurinn varinn á ný.