
Original Natural Matt Interior er almattur, vatnsþynnanlegur lakkbæs til notkunar á viðarfleti innanhúss. Efnið dregur fram náttúrulegt útlit viðarins, er frábært í vinnslu og hefur einstaklega fallega og jafna áferð. Lita má efnið í fjölda lita eða nota það ólitað.
Original Natural Matt Interior er ætlað á furu og greni, t.d. á lofta- og veggjaþiljur, hurðir, lista og karma o.fl., bæði við ný- og endurmálum. Við framleiðslu efnisins er notuð sk. „Nutri Protect Technology“ til að efnið þrengi sig betur inn í viðinn og skapi sterkan verndarhjúp. Innbyggð UV sólarvörn dregur úr gulnun viðarins. Ekki þarf að glærlakka yfir lakkbæsinn.
Hafa samband
Sími (354) 5170404
Dalvegur 32b, 201 Kópavogur
Austursíðu 2, 603 Akureyri