
The Beauty of Life Indigo - Morris & Co
The Beauty of Life Indigo – Morris & Co
Enski fjöllistamaðurinn William Morris, sem var í fararbroddi í list- og handíðahreyfingunni (Arts and Crafts) á 19. öld, er sérstaklega þekktur fyrir veggfóðurshönnun sína. Áherslur hans voru á náttúruleg form og lífræna hönnun í daglegu lífi almennings, með stílfærðum blómum, plöntum, fuglum, ávöxtum og fleiri náttúrumótífum. Þessi mikli hugsjónamaður skildi eftir sig um 50 mynstur sem höfðu mikil áhrif á innanhússhönnun almennt, t.d. gætir áhrifa hans greinilega í Art Nouveau, sem er beinn forveri Art Deco stílsins. Fingraför Morris eru greinileg í mynsturgerð enn þann dag í dag enda hefur hann oft verið nefndur faðir veggfóðursins.
Þetta veggfóður tengist fyrirlestri sem William Morris hélt í Birmingham Society of Arts í febrúar, 1880. The Beauty of Life var heiti fyrirlestursins og var ástríðufull áfrýjun William Morris gegn slæmum áhrifum hins iðnvædda kapítalisma á samfélagið. Ákaft ákallið var gert ódauðlegt með þessu dramatíska veggfóðri. Það er skreytt með einkennandi Morris mótífum; laufblöðum á hreyfingu, kvakandi fuglum og fallegri áletrun, innblásinni af leturgerð úr hans eigin prentsmiðju, Kelmscott Press. Náinn vinur Morris og virtur leturgerðarmaður, Sir Emery Walker, aðstoðaði Morris við hönnunina og tengist veggfóðrið þannig uppsetningu safnsins Emery Walker‘s House.
Athugið að mælt er með að setja límið á bakhlið veggfóðurs, ekki beint á vegginn. Þrífið límbletti af með hreinu vatni og mjúkum svampi ÁÐUR en límið þornar. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið.
37.186 kr. rúlluverð
Í boði sem biðpöntun