Royal Giraffe, Pebble - Cole & Son
Royal Giraffe, Pebble – Cole & Son
Ardmore Baobab er veggfóðurslína þar sem hönnun mætir list. Hún er hylling til hins tignarlega Baobab trés í Suður-Afríku. Það er umvafið dulspeki og goðsögnum, oft kallað „lífsins tré“. Tréð er sagt hafa lækningarmátt og er í raun tákn fyrir lífsorkuna í dýralífi og gróðurfari Suður-Afríku, enda stendur það keikt í landslaginu og allar lifandi verur laðast að því. Hönnunarhúsin Cole & Son og Ardmore Ceramics hafa enn og aftur skapað dásamlega upplifun með mynstrum sem eru hugmyndarík, glaðleg og iðandi af lífi.
Royal Giraffe er hrífandi myndverk um móðurást. Hún fangar fljótandi augnablikið milli tveggja konunglegra gíraffa þegar kálfurinn snýr sér upp að móður sinni. Kyrrð ríkir innan um akasíulaufin og baunabelgina milli þessara tignarlegu, turnháu vera. Handmáluð smáatriðin og einstök litapalletta prýðir allar útgáfur þessa einstaka veggfóðurs.
61.200 kr. rúlluverð
Í boði sem biðpöntun




