
Akrýl glugga- og hurðamálning
Akrýl glugga- og hurðamálning
One Door & Window Tech
One Door & Window Tech er vatnsþynnanleg akrýlmálning sem notast á gluggakarma, bæði innan- og utanhúss. Málningin veitir hámarksvernd á slétta fleti gluggakarmanna, sem og kanta og horn. Hún er mjög fljótþornandi málning sem þýðir að hægt er að ljúka málun dyra og glugga á einum og sama degi. Einstök samsetning gefur mun betri gljáa og litheldni en hefðbundin gluggamálning. Nota má One Door & Window Tech á útihúsgögn, girðingar og handrið, sem og á minni ryðvarða málm- og stálhluti.
Vörunúmer:
5207764
Vöruflokkar: Gluggar og dyr, Málað utanhúss, Málning fyrir hús