fbpx

Nuvole al Tramonto Dusk - Cole & Son

108.202 kr.

Nuvole al Tramonto Dusk – Cole & Son

Fornasetti vísar til samstarfs Cole & Son og ítalska hönnunarfyrirtækisins Fornasetti, sem þekkt er fyrir háklassa, listræna hönnun. Í Fornasetti veggfóðurslínunni mætast breskt hágæða handverk og ítalskur húmor og hugmyndaauðgi. Saman skapa fyrirtækin einstaka töfra með endalausri sköpunargáfu og tímalausri fagurfræði.

Himininn kemur ítrekað fyrir í hönnun Fornasetti og er skýjamynstrið í Nuvole al Tramonto unnið upp úr nákvæmum ætingum sem sýna stormský á fleygiferð um himininn. Veggfóðrið er fáanlegt í tveimur litum, Dusk og Dawn. Dawn fangar fyrstu björtu ljósgeislana árla morguns með mildum blágrænum skýjum sem rísa upp í myntu- og andareggjatónum áður en þau leysast upp í þokubláan vorhiminninn. Dusk sýnir breytilegan kvöldhiminn þar sem flekkir af bleikum skýjum þokast yfir í dempaða fjólubláa tóna áður en þau renna saman við  mjúkan sumarblámann.

Þetta er heilmynd; hver rúlla af Nuvole al Tramonto inniheldur fjórar lengjur. Myndin er 2,74 cm á breidd uppkomin og 300 cm á hæð. Myndina má nota á vegg eða í loft. Hægt er að endurtaka mynstrið til hliðar. Lítið mál er að stytta myndina ofan eða neðan frá fyrir veggi sem eru lægri en 300 cm. Hver lengja er 68,5 cm á breidd og 12 m löng. Mynsturhæð er 300 cm. Vinsamlega hafið samband við vefverslun@serefni.is ef þið þurfið aðstoð við útreikninga.

LEIÐBEININGAR við upphengingu veggfóðurs

108.202 kr.

Í boði sem biðpöntun

SÉRPÖNTUN - EKKI SKILAVARA: Reiknivélin metur u.þ.b. það magn af veggfóðri sem þú þarfnast miðað við þínar mælingar. Sérefni taka ekki ábyrgð á ofáætlun eða skorti á veggfóðursmagni á grundvelli þessara útreikninga þar sem of margir þættir geta spilað inn í efnisþörf. Þar má nefna ónákvæmar mælingar, dyr, glugga, mynsturgerð, mistök í uppsetningu og fleira. Ef flókið er að finna út magn mælum við með að ráðfæra sig við fagmann áður en pantað er.

Vörunúmer: 114/3007 Vöruflokkar: , , Stikkorð: , ,

Tengdar vörur

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping