Línolíumálning
Línolíumálning
Allbäck Linoljefärg
Línolíumálning hefur verið notuð Í Svíþjóð síðastliðin 500 ár og var fram undir 1960 sú gerð málningar sem langmest var notuð þarlendis. Línolíumálningin frá Allbäck inniheldur engin hættuleg kemísk efni, rotvarnarefni eða leysiefni. Hún hefur staðist strangasta umhverfismatið í byggingargeiranum í Svíþjóð og fengið vottanir á borð við Grön Signal frá Byggvarubedömningen og (Sunda Hus). Allbäck línolíumálning er framleidd úr soðinni og hreinsaðri línolíu og er laus við skaðleg íblöndunarefni.
Línolíumálning þekur gríðarlega vel, allt að tvöfalt meira en flestar aðrar gerðir málningar. Þægilegt er að vinna með málninguna og draga úr henni. Hún skemmir ekki undirlagið sem málað er og umferðafjöldi er ótakmarkaður. Með tímanum oxast yfirborð og myndar verndarhúð, áferðin er náttúruleg og gefur klassískt yfirbragð. Unnt er að mála yfir flest algeng byggingarefni svo sem tréverk, málma, PVC og eldri málningu eða lökk. Línolíumálning hentar jafnvel á innréttingar og húsgögn, sem og glugga eða veggi utanhúss. Hún er auðveld í viðhaldi og hægt er að fríska upp á flötinn með soðinni línolíu eða línolíuvaxi. Hún er fáanleg í miklu litaúrvali.