fbpx

Koumbala Sunny Brick - Arte

14.812 kr. lengdarmetraverð

Koumbala Sunny Brick – Arte

Þetta lárétta mynstur gefur til kynna milda hreyfingu og gerir þér kleift að fljóta í huganum á Koumbala ánni, einni af nokkrum ám í Manovo þjóðgarðinum í Mið-Afríku – sem er einmitt uppspretta innblásturs í þessari fjölbreyttu blöndu af plöntumyndum, geómetrískum formum og látlausum mynstrum í Manovo veggfóðurslínunni. Mynstrin eru ofin saman í vef úr náttúrulegum trefjum. Aðferðin skapar óhlutbundna, ljósmyndalega framsetningu af afrísku litapallettunni og umhverfinu í Manovo.

Koumbala er úr náttúrutrefjum með baki úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven) sem þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná því af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að vatnsbleyta pappírsbakið aðeins. Setjið svo límið á vegginn. Blautt/rakt lím má strjúka létt af framhliðinni með rökum svampi við upphengingu. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið.

Leiðbeiningar fyrir veggfóður úr náttúruefnum

14.812 kr. lengdarmetraverð

Hurry! only 1 left in stock.
Rúllubreidd: 135 cm
Áætla fjölda lengdarmetra
m
m
cm
cm
Niðurstöður

Endilega stimplið tölur í reiknivélina 2.1 sem verða 3 rúllur
Heildarverð:

SÉRPÖNTUN - EKKI SKILAVARA: Reiknivélin metur u.þ.b. það magn af veggfóðri sem þú þarfnast miðað við þínar mælingar. Sérefni taka ekki ábyrgð á ofáætlun eða skorti á veggfóðursmagni á grundvelli þessara útreikninga þar sem of margir þættir geta spilað inn í efnisþörf. Þar má nefna ónákvæmar mælingar, dyr, glugga, mynsturgerð, mistök í uppsetningu og fleira. Ef flókið er að finna út magn mælum við með að ráðfæra sig við fagmann áður en pantað er.

Tengdar vörur

Shopping cart

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping