
Grænni penslasápa - Gefn
Grænni penslasápa – Gefn
Grænni penslasápa 1L
Kröftugt svansvottað hreinsiefni fyrir pensla, málningarrúllur og önnur áhöld óhrein af málningu. Efnið vinnur vel jafnt á akrýl- og olíumálningu og öðrum tegundum málningar og lakks. Hentar einnig til að þrífa bletti úr fatnaði eða öðru taui ásamt blettum af yfirborðum sem geta óhreinkast við málningarvinnu.
-
Svansvottun staðfestir hámarks virkni með lágmarks áhrifum á umhverfi og heilsu
-
Brotnar auðveldlega niður í náttúrunni
-
Engin sterk efnalykt
-
Inniheldur umhverfis- og heilsuvæn efnasambönd
-
Inniheldur hvorki terpentínu (“white spirit”) né önnur rokgjörn lífræn leysiefni (VOC)
-
Er ekki eldfim
-
Framleidd hérlendis með endurvinnslu úrgangs
Notkunarleiðbeiningar:
-
Losið málningu úr pensli/málningarrúllu eins og hægt er áður en þrifið er með efninu.
-
Gegnvætið pensilinn/málningarrúlluna með efninu, nuddið vel og látið síðan virka í 2-5 mínútur.
-
Skolið vel með köldu vatni á meðan pensilinn/málningarrúllan er nuddaður/-uð eftir þörfum.
Ráðlegt er að þrífa áhöld strax eftir notkun.
Hafi pensill eða málningarrúlla náð að harðna skal láta áhaldið liggja í efninu í 1-2 daga og þrífa síðan eins og vanalega.
3.995 kr.