Málningaruppleysir

Asur Paint Remover

Asur Paint Remover er alhliða málningaruppleysir. Hann er lyktarlítill og umhverfisvænn en leysir samt hratt upp lökk og veggmálningu utan- sem innanhúss án þess að breyta lit eða áferð undirlagsins. Asur uppleysirinn er lífbrjótanlegur og er án þeirra skaðlegu efna sem notuð eru í hefðbundnum uppleysum.
Asur málningaruppleysir hefur langan notkunartíma (opinn tíma) og hentar vel á
     •  steinefnaundirlag (pússningu, steypu, náttúrustein o.fl.)
     •  við, málm, GRP (glertrefjaplast)
     •  múrverk, t.d. múrstein, tígulstein o.fl.
     •  leysiefnaþolið yfirborð