
Flor Imaginaria Bird of Paradise - Arte
Flor Imaginaria Bird of Paradise – Arte
Flor Imaginaria mynstrið er innblásið af blæjuberjaplöntunni physialis en ávextir þess eru eins og litlar hangandi luktir. Yfirbragðið og glaðleg litanotkun minnir á afríska hitabeltið. Notuð er svokölluð fil-à-fil tækni í veggfóðrið, sem er hugtak í textíliðnaðinum fyrir „þráð í þræði“. Lóðréttu þræðirnir gefa veggfóðrinu lúxus áferð.
Flor Imaginaria veggfóðrið er ofinn textíll með baki úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven) sem þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná því af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að setja límið á vegginn. Blautt/rakt lím má strjúka létt af framhliðinni með svampi við upphengingu. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið. Einnig má benda á myndbönd á heimasíðunni.
23.473 kr. lengdarmetraverð
Í boði sem biðpöntun