Etched Scrolling Tulip, Parchment - Morris & Co
Etched Scrolling Tulip, Parchment – Morris & Co
Enski fjöllistamaðurinn William Morris, sem var í fararbroddi í list- og handíðahreyfingunni (Arts and Crafts) á 19. öld, er sérstaklega þekktur fyrir veggfóðurshönnun sína. Áherslur hans voru á náttúruleg form og lífræna hönnun fyrir almenning (fremur en aðalinn), með stílfærðum blómum, plöntum, fuglum og fleiri náttúrumótífum. Þessi mikli hugsjónamaður skildi eftir sig um 50 mynstur sem höfðu mikil áhrif á innanhússhönnun almennt, t.d. gætir áhrifa hans greinilega í Art Nouveau stílnum í byggingar-, nytja- og málaralist á 20. öld. Fingraför Morris eru greinileg í mynsturgerð enn þann dag í dag, enda hefur hann oft verið nefndur faðir veggfóðursins.
Morris & Co. X The Huntington – The Unfinished Works, er einstök hönnunarlína sem byggir á skissum William Morris og listræns stjórnanda hans, John Henry Dearle. Þessi mynstur hafa nú verið endurlífguð og fullgerð í samstarfi við Huntington Library, Art Museum og Botanical Gardens í Kaliforníu.
Etched Scrolling Tulip veggfóðrið sýnir hlykkjótt oddbogamynstur með túlípanakrónum og laufi súlublóma. Fínlegar blýantslínurnar úr ófullgerðri hönnun Morris fá að halda sér og skapa tilfinningu fyrir dýpt og hreyfingu. Jaðarlínum hefur verið bætt við en þær endurspegla upprunatilgang hönnunarinnar, sem var mynstur fyrir gólfteppi. Mynstrið er með fallegri textíláferð.
Athugið að mælt er með að setja límið á bakhlið veggfóðurs, ekki beint á vegginn. Þrífið límbletti af með hreinu vatni og mjúkum svampi ÁÐUR en límið þornar. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið.
35.315 kr. lengdarmetraverð
Í boði sem biðpöntun






























