Dandelion Cranes Foliage - Arte
Dandelion Cranes Foliage – Arte
Memento Moooi veggfóðurslínan er innblásin af áhugaverðum dýrum sem finnast ekki lengur hér á jörð; eru útdauð. Þau minna okkur á mikilvægi þess að meta lífið hverja stund, búa til góðar minningar og fagna lífinu eins lengi og það endist. Uppgötvaðu felufiðrildið, fífiltrönuna, gulltígurinn, stökkgeitina og drottningargleraugnaslönguna.
Dandelion Cranes veggklæðingin er gerð úr plíseruðum textíl en innblásturinn kemur frá einstakri litadýrð og lögun vængja fíflatrönunnar. Hönnunin samanstendur af textíl sem skarast í mynstur sem minnir á blævængi úr fjöðrum.
Dandelion Cranes er textílveggfóður með baki úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven). Það þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að setja límið á vegginn. Blautt/rakt lím má strjúka létt af framhliðinni með rökum svampi. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið – sem mælt er eindregið með. Einnig má benda á myndbönd á heimasíðunni.
Leiðbeiningar fyrir veggfóður úr textíl á non-woven bakhlið
Myndband fyrir uppsetningu á textílveggfóðri með non-woven baki
27.167 kr. lengdarmetraverð
Í boði sem biðpöntun

Woods & Stars, Midnight - Cole & Son
Chinoiserie Haze, Green - Rebel Walls
Alma Mocha - Arte
Terre de Lin Voile - Arte
Feather Fan - Cole & Son
Woods, Metallic Gilver on Ballet Slipper - Cole & Son
Ex Libris Multi - Cole & Son
Terre de Lin Parchemin - Arte
Mediterranea Charcoal & Metallics - Cole & Son