fbpx

Casalian Turquoise - Arte

19.718 kr. lengdarmetraverð

Casalian Turquoise – Arte

Veggfóðursframleiðandinn Arte hefur alltaf haft ástríðu fyrir óvenjulegum efnum þar sem hönnuðir vörumerkisins skapa framúrskarandi veggfóður úr margs konar einstökum efnum víðs vegar að úr heiminum. Veggfóður úr náttúrulegum efnum er uppistaðan í hönnunarlínum Arte. Raffía, sísal, gljásteinn og bananabörkur eru aðeins nokkur af þeim töfrandi náttúruefnum sem notuð eru í ótrúlega fjölbreytt úrval Arte af veggfóðri. Casalian línan er einmitt gerð sem virðingarvottur við fegurð náttúruefnanna.

Casalian mynstrið á rætur að rekja til eins mest framandi staðar í heiminum: Filippseyja. Ein mesta auðlind landsins liggur í bananatrénu en Arte hefur notað börk trésins til að skapa þetta einstæða veggfóður. Mjóu, lituðu ræmurnar eru ofnar saman í höndunum sem gerir hvern metra af þessu veggfóðri einstakan. Saumarnir sjást vel, en það er með ráðum gert og undirstrikar sjarmann sem felst í náttúrulegum uppruna.

Casalian er handgert, náttúrulegt veggfóður úr bananaberki. Það er með baki úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven) sem þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná því af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að setja límið á vegginn en úðið bakhlið veggfóðursins fyrst með vatni. Strjúka má af veggfóðrinu með rökum klút. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið.

Leiðbeiningar fyrir veggfóður úr náttúruefnum

Myndband um upphengingu á stífu veggfóðri – innhorn

Myndband um upphengingu á stífu veggfóðri – úthorn

19.718 kr. lengdarmetraverð

Í boði sem biðpöntun

Rúllubreidd: 91 cm
Áætla fjölda lengdarmetra
m
m
cm
cm
Niðurstöður

Endilega stimplið tölur í reiknivélina 2.1 sem verða 3 rúllur
Heildarverð:

SÉRPÖNTUN - EKKI SKILAVARA: Reiknivélin metur u.þ.b. það magn af veggfóðri sem þú þarfnast miðað við þínar mælingar. Sérefni taka ekki ábyrgð á ofáætlun eða skorti á veggfóðursmagni á grundvelli þessara útreikninga þar sem of margir þættir geta spilað inn í efnisþörf. Þar má nefna ónákvæmar mælingar, dyr, glugga, mynsturgerð, mistök í uppsetningu og fleira. Ef flókið er að finna út magn mælum við með að ráðfæra sig við fagmann áður en pantað er.

Vörunúmer: 14031A Vöruflokkar: , , Stikkorð: ,

Tengdar vörur

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping