
Carnation Garden Mural - Boråstapeter
Carnation Garden Mural – Boråstapeter
Heilmyndin Carnation Garden Mural skartar rausnarlegu samsafni af risastórum rósum, nellikkum og frönskum túlípönum. Mynstrið er í hlýjum og dempuðum tónum, á ljósum beinhvítum bakgrunni. Íburðarmikið, rómantískt og bara alveg dásamlegt veggfóður. Mynstur veggfóðursins er nær fjórfalt stærra en í Carnation Garden veggfóðrinu.
Heilmyndin er í heild sinni 360 cm á breidd og 265 cm á hæð (það má taka ofan/neðan af lengjum svo passi vegghæð). Kemur tilsniðin í átta 45 cm breiðum rúllum. Hægt er að endurtaka mynstrið (bæta annarri heilmynd við til hliðar).
Lágmarkspöntun er 3m². Við mælum með að bæta um 5 cm við breidd og hæð því veggir eru oft skakkir.
ATH. Það tekur um viku frá pöntun að fá þessa heilmynd afgreidda. Pantað alla mánudaga.
60.854 kr. rúlluverð
Í boði sem biðpöntun