Baobab Botanica, Safari - Cole & Son
Baobab Botanica, Safari – Cole & Son
Ardmore Baobab er veggfóðurslína þar sem hönnun mætir list. Hún er hylling til hins tignarlega Baobab trés í Suður-Afríku. Það er umvafið dulspeki og goðsögnum, oft kallað „lífsins tré“. Tréð er sagt hafa lækningarmátt og er í raun tákn fyrir lífsorkuna í dýralífi og gróðurfari Suður-Afríku, enda stendur það keikt í landslaginu og allar lifandi verur laðast að því. Hönnunarhúsin Cole & Son og Ardmore Ceramics hafa enn og aftur skapað dásamlega upplifun með mynstrum sem eru hugmyndarík, glaðleg og iðandi af lífi.
Baobab Botanica er í stíl við hönnun Tree of Life, líflegt mynstur sem tengir flóru og dýralíf Suður-Afríku fallega saman. Það kemur í mörgum glaðlegum litapallettum en einnig dökkri næturútgáfu.
63.036 kr. rúlluverð
Í boði sem biðpöntun






























