Ekta trétjara
Ekta trétjara
Äkta Trätjära
Ekta trétjara er skógarafurð og þegar viðarflötur er meðhöndlaður með henni færast náttúruleg efni sem sjálft tréð notar sér til varnar yfir á viðarflötinn og hjálpar honum þar með að þola raka á sama tíma og viðurinn nær að anda. Tjaran hefur náttúrulega eiginleika til að smjúga djúpt inn í viðinn og verndar hann í mörg ár. Hún er grunnurinn í lituðu trétjöruefnunum frá Auson, í grámaefni (trétjörujárnsúlfati) og ljósu tréolíunni. Ekta trétjara er dökkbrún á lit en þar sem hún inniheldur engin litarefni verður hún ljós með tímanum. Ekta trétjara er hrein náttúruafurð ætluð til yfirborðsmeðferðar á timburhúsum, þakskífum, bátum, girðingum, staurum, o.fl. Hún hentar einnig við meðhöndlun á hófum og klaufum búfénaðs. Einnig er hún oft notuð á við í hesthúsum til að koma í veg fyrir að hestar nagi viðinn. Sérstakt notkunarsvið er kirkjuþök með þakskífum þar sem sóst er eftir tiltölulega dökkum lit.