Bústaðurinn var einungis 10 ára gamall en hafði fengið lítið viðhald. Viðurinn skraufþurr og sprunginn og varla viðbjargandi. Því var ákveðið að mála hann með heilþekjandi viðarvörn og munurinn er alveg lýgilegur!
Á myndunum hér má sjá verkferlið en nákvæmari lýsingar á notkun efnanna er að finna hér á heimasíðunni undir liðnum Verklýsingar og í tækniblöðum einstakra efna.
Búið að reyna að bera á hann olíu – lagaðist lítið
Ekkert skárri hér
Mesta trjákvoðan skafin af kvistunum
Pússað með sandpappír yfir kvistina
Kvistir hreinsaðir með rauðspritti eftir pússun
Kvistir grunnaðir – mikilvægt að grunnurinn þorni vel
Heilgrunnað yfir alla fleti
Geymsluskúrinn grunnaður
Búið að grunna
Tvær umferðir af málningu og málið dautt. Mjög snotur skúr!
Ekki beint ásjálegur áður en hafist var handa!
Ljós pallurinn skapar fallega andstæðu við svart húsið
Aðferð og efni:
- Veggirnir voru grunnaðir með vatnsþynnanlega Primer Exterior en málaðir svo með Supermatt, möttu, akrýlbundnu viðarvörninni okkar. Liturinn er CN.00.14, svartur með örlitlum brúnum tóni til að fá hlýleikann.
- Gluggarnir voru málaðir með ONE Door & Window Tech í litnum Sérefnahvítt, svolítið dempaður hvítur litur til að forðast glýju í augun á björtum dögum.
- Á skjólveggi og bönd var notuð hálfþekjandi ONE Transparent; olía sem er sérlega styrkt með akrýl. Áferðin er einstaklega falleg og sýnir vel náttúruleg vígindin.
- Pallurinn var hreinsaður með undrahreinsinum Tinova Wood Cleaner og loks var borin á hann pallaolían Allround Oil í náttúrugráa litnum Ejlinge. Öll efnin eru frá Nordsjö.
Það þarf varla að taka fram að eigendur eru himinlifandi með nýja útlitið á bústaðnum. Þeir eru líka afar fegnir að ekki einungis var hægt að bjarga illa förnum viðnum heldur eru þeir nú komnir með lausn sem kallar á lítið viðhald næstu árin. Öll vinnan var sannarlega þess virði!
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.