fbpx

Nýtt! Rattan – Reyr

Við eigum nú dásamlega rattan-vefinn sem er svo vinsæll í húsgögnum og föndurverkefnum. Hann er unninn úr rattan plöntunni sem nefnist “reyr” eða “reyrvefur” á íslensku.

Hægt er að nota reyrinn í ótalmargt; skápshurðir, ofnagrindur, rúmgafla, skilrúm, ljósaskerma og margt fleira. Við bjóðum upp á opinn og lokaðan vef, sá opni er til 50 og 60 cm breiður en lokaði vefurinn er 90 cm breiður. Efnið er selt eftir máli og þarf ekki að standa á heilum metra. Fæst einungis í vefverslun og verslun á Dalvegi.

Meðhöndlun: Reyr er einfaldur í uppsetningu, best er að leggja hann í bleyti í 2-3 klst. áður en hann er heftaður yfir rammann. Þegar hann þornar, strekkist hann og verður fallega jafn. Endilega gúgglið til að fá hugmyndir að verkefnum og uppsetningu, t.d. með leitarorðunum “Open Cane Webbing” eða “Rattan DIY”.

Framhliðum á Ivar skápum breytt með rattan

Hér má sjá að framhliðum á Ivar skápum frá IKEA hefur verið breytt með rattan-vef.

Fleiri blogg

Nýmálað á Nönnustíg

Húsið við Nönnustíg á stutt í áttræðisafmælið. Þrátt fyrir það er húsið einstaklega glæsilegt eftir viðgerðir og málun í sumar.

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping