Sérefni kynna enn eitt afbragðsefnið í nýrri kynslóð málningarefna: Bakteríudrepandi málningu fyrir heilbrigðisstofnanir og húsnæði þar sem draga þarf úr sýkingarhættu.
Alpha Sanocryl frá Sikkens er mött akrýlmálning með virkum silfurjónum, sérhönnuð til að vinna gegn bakteríum, t.d. E.coli og ónæmum MRSA/Mósa. Silfurjónirnar eru ekki skaðlegar heilsu manna en virkni þeirra er sérhæfð við það að bakteríur geta ekki fjölgað sér á yfirborði málningarinnar og drepast því á mjög skömmum tíma.
Bakteríueyðandi virkni Alpha Sanocryl eykst við þvott og skrúbbun og málningin heldur virkninni alveg, jafnvel eftir endurtekinn þvott. Virkni silfurjónanna kemur jafnframt í veg fyrir að mygla þrífist í málningarfilmunni.
Auðvelt er að mála með Alpha Sanocryl og hún þekur sérlega vel. Hún hefur langan opnunartíma, er auðveld í viðhaldi og uppfyllir hæsta staðal í þvottheldni og rispuþoli. Alpha Sanocryl er lyktarlítil, hraðþornandi og hefur fallega og jafna áferð.
Alpha Sanocryl hentar á loft og veggi úr gifsi og steypu, á spartlaða fleti og glertrefjaefni. Mælt er með henni í húsnæði fyrir heilsugæsluþjónustu, opinberar byggingar s.s. leikskóla og víðar þar sem óskað er eftir góðu hreinlæti.