Við höfum mörg á tilfinningunni að vatnsþynnanleg málning sé hættulaus. En þó hægt sé að leysa málningu upp með vatni þýðir ekki að hún sé laus við skaðleg efni sem gufa upp við málun og menga andrúmsloftið. Slík efni tengjast ofnæmiseinkennum, höfuðverk og ógleði.
Í skýrslu frá óháðu norrænu rannsóknastofnuninni Testfakta á mengandi efnum í innanhússmálningu hlaut NORDSJÖ hæstu einkunn – með langlægsta magn af rokgjörnum leysiefnum. Útgufun var mæld á átta algengum málningartegundum (eftir einn, þrjá og 28 sólarhringa). Á töflunni má sjá að sumar málningartegundir leysa út allt að fjórum sinnum meira af mengandi efnum mánuði eftir málun en Nordsjö málning gerir á fyrsta sólarhringnum! Það skiptir því máli að vera meðvitaður um þetta þegar málning er valin og að bíða með að sofa í nýmáluðu herbergi.
Greinina má finna HÉR