Eldhúsið
Svana byrjaði á að taka niður viftuna og efri skápana. Fann svo til tvær hillur úr skógræktinni í Vaglaskógi og málaði loks veggi, flísar og borðplötuna.
Það er gríðarlegur munur á þessu þreytta eldhúsi þó í raun sé tiltölulega litlu breytt. Koksgrái liturinn heitir Mystical Le Havre frá Nordsjö en lakkið á flísunum og borðplötunni er hið níðsterka Wapex 660 frá Sikkens.
Sjónvarpsherbergið
Sjónvarpsherbergið tók stökkbreytingu. Þetta rými sannar það að hægt er að mála herbergi með litlum gluggum í dökkum litum án þess að verða þrúgandi.Það var ekki beint vistlegt áður en kraftaverkakonan komst í málin. Stundum getur okkur hinum alveg fallist hendur í svona kringumstæðum.
Sama rými! Nú er heldur betur orðið hlýlegt í sjónvarpsherberginu. Litirnir heita Grey Haze og Mystical Le Havre (dekkri liturinn).
Hér sést liturinn Grey Haze enn betur. Alveg einstaklega fallegur.
Stofan
Stofan er falleg og björt en panelveggurinn var ekki alveg að gera sig svona gulnaður…Það var því ákveðið að mála vegginn og hann tekur sig einkar vel út í Mystical Le Havre.
Stofan var jú svolítið erfið. Málning á panelinn var bara nauðsynleg en hvað um gólfið?
Breytingin er mikil og einkar vel heppnuð. Liturinn S0500-N fór á panelinn og stór og falleg motta sett á gólfið til að hylja flísarnar. Og svo auðvitað allt hitt dúlleríið sem Svana finnur til eins og henni einni er lagið og gerir stofuna dásamlega hlýlega.
Það er af nógu að taka hjá henni Svönu og henni tekst að gera öll rými vistleg, líka þau sem flestum finnst engan veginn bjóða upp á það. Til hamingju með nýja húsið, Svana! Þið finnið hana á Instagram @svanasimonardottir