fbpx

Gjörbreytt fyrir nokkra þúsundkalla

Sennilega er áhrifaríkasta og ódýrasta innanhússráðið að mála hjá sér. Nýir litir skapa annað samhengi fyrir eigur okkar og þær skipta jafnvel alveg um karakter þegar bakgrunnurinn breytist. Það sést einna best þegar farið er úr hvíta “ríkislitnum” yfir í dekkri liti. Þetta veit Svana Símonar sem er ein útsjónarsamasta kona landsins og þó víðar væri leitað! Alltaf finnur hún fegurðina í því notaða og gamla, frískar upp á það og raðar saman á skemmtilegan og skapandi hátt. Nýverið keypti hún hús sem byggt var á áttunda áratugnum og ýmislegt orðið lúið innandyra. Í stað þess að innrétta upp á nýtt þá ætlar fjölskyldan að fara rólega í endurnýjun og notar það sem fyrir er fyrst um sinn – í staðinn er málað og innréttað með ýmsu notuðu og gömlu sem hún hefur viðað að sér héðan og þaðan fyrir lítinn eða engan pening. En þvílík breyting samt! “Málning getur gert kraftaverk”, segir Svana og hér eru myndir sem sannarlega eru til marks um það.

Eldhúsið

Svana tók efri skápana og viftuna niður. Fann svo til tvær hillur úr skógræktinni í
Svana tók efri skápana og viftuna niður. Fann svo til tvær hillur úr skógræktinni í

Svana byrjaði á að taka niður viftuna og efri skápana. Fann svo til tvær hillur úr skógræktinni í Vaglaskógi og málaði loks veggi, flísar og borðplötuna.

Panelveggurinn tekur sig vel út í Mystical Le Havre.

Það er gríðarlegur munur á þessu þreytta eldhúsi þó í raun sé tiltölulega litlu breytt. Koksgrái liturinn heitir Mystical Le Havre frá Nordsjö en lakkið á flísunum og borðplötunni er hið níðsterka Wapex 660 frá Sikkens.

Sjónvarpsherbergið

Sjónvarpsherbergið tók stökkbreytingu. Þetta rými sannar það að hægt er að mála herbergi með litlum gluggum í dökkum litum án þess að verða þrúgandi.

Það var ekki beint vistlegt áður en kraftaverkakonan komst í málin. Stundum getur okkur hinum alveg fallist hendur í svona kringumstæðum.

Sama rými! Nú er heldur betur orðið hlýlegt í sjónvarpsherberginu. Litirnir heita Grey Haze og Mystical Le Havre (dekkri liturinn).

Hér sést liturinn Grey Haze enn betur. Alveg einstaklega fallegur.

Stofan

Stofan er falleg og björt en panelveggurinn var ekki alveg að gera sig svona gulnaður…
Stofan er falleg og björt en panelveggurinn gulnaður. Hann tekur sig vel út í litnum Mystical Le Havre.
Panelveggurinn tekur sig vel út í Mystical Le Havre.

Það var því ákveðið að mála vegginn og hann tekur sig einkar vel út í Mystical Le Havre.

Stofan var svolítið erfið. Málning á panelinn nauðsynleg og hvað með gólfið?

Stofan var jú svolítið erfið. Málning á panelinn var bara nauðsynleg en hvað um gólfið?

Ótrúleg breyting með S0500-N á panelinn og falleg motta á flísagólfið. Og svo allt hitt sem gerir stofuna dásamlega hlýlega

Breytingin er mikil og einkar vel heppnuð. Liturinn S0500-N fór á panelinn og stór og falleg motta sett á gólfið til að hylja flísarnar. Og svo auðvitað allt hitt dúlleríið sem Svana finnur til eins og henni einni er lagið og gerir stofuna dásamlega hlýlega.

Það er af nógu að taka hjá henni Svönu og henni tekst að gera öll rými vistleg, líka þau sem flestum finnst engan veginn bjóða upp á það. Til hamingju með nýja húsið, Svana! Þið finnið hana á Instagram @svanasimonardottir

Fleiri blogg

Nýmálað á Nönnustíg

Húsið við Nönnustíg á stutt í áttræðisafmælið. Þrátt fyrir það er húsið einstaklega glæsilegt eftir viðgerðir og málun í sumar.

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping