Viltu skapa ævintýraherbergi fyrir barnið þitt? Með sjálfa náttúruna sem bakgrunn fær ímyndunaraflið lausan tauminn…
Svona býrðu til rétta andrúmsloftið fyrir tilvonandi konunga frumskóganna og drottningar regnskóganna:
1. Málaðu allt herbergið í litnum J9.03.86. Láttu þorna.
2. Mældu fyrir og merktu þrjá “sjóndeildarhrings-punkta” í ólíkri hæð á vegginn með penna eða krít.
3. Klipptu stóra lengju af kraftpappír, álíka langa og veggurinn sem mála á. Rífðu lengjuna síðan óreglulega langsum (upp og niður, sbr. mynd) í þrjá búta. Rifnu brúnirnar á pappírnum eru notaðar til að búa til náttúrulegar útlínur af frumskógalandslagi.
4. Límdu fyrstu pappírslengjuna á vegginn með límbandi í sömu hæð og hæsti sjóndeildarhrings-punkturinn var merktur á vegginn (láttu rifna kantinn vísa niður, sjá myndina hér fyrir neðan).
5. Málaðu með rúllu yfir rifna kantinn með litnum J9.08.82. Passaðu að málningin nái alveg niður að merkinu fyrir næsta sjóndeildarhring fyrir neðan. Láttu þorna.
6. Þá skaltu taka næstu rifnu pappírslengju til að fá annars konar útlínur en í þeirri efstu. Málaðu með J4.18.75 og láttu þorna.
7. Endurtaktu aðferðina með þriðju og síðustu riflengjuna og málaðu með dekksta litnum – K2.30.50 – alveg niður að gólfi.
8. Þegar öll málning hefur þornað er komið gróskumikið frumskógalandslag á vegginn. Ef vill má jafnvel skreyta hann meira, t.d. stimpla/stentla á hann apa, fíla eða páfagauka – það er um að gera að spyrja barnið hvaða dýr það vilji að búi í frumskógarherberginu. Til að fullkomna skógarþemað er flott að bæta inn smáhlutum í nokkrum grænum tónum. Svo má t.d. að kaupa rúmföt með ljónum eða öðrum skógardýrum.
Við mælum með Easy2Clean málningunni fyrir fallega matta veggi sem þola sambúð með kraftmiklum krökkum. Hér eru litirnir og allt sem þarf til verksins;
• Litur J9.03.86 (heilmálað í þessum lit)
• Litur J9.08.82
• Litur J4.18.75
• Litur K2.30.50
• Málningarlímband
• Málningarrúlla
• Málband
• Skæri
• Penni eða krít
• Kraftpappír (brúnn maskínupappír)
Góð ráð frá málarameistaranum okkar
1. Rífðu pappírinn að þér, þannig hefurðu betri stjórn til að móta útlínurnar.
2. Notaðu pappírslengjuna með óreglulegustu brúninni fyrir efsta sjóndeildarhringinn (sem lítur út fyrir að vera lengst í burtu) og þá jöfnustu og mest aflíðandi neðst.
3. Límdu pappírslengjurnar vel niður með límbandi svo málningin smiti ekki undir pappírinn heldur fylgi bara útlínu rifnu brúnanna.
Við óskum börnunum ótalmargra hamingjustunda í frumskóginum!