fbpx

Að velja rétta litinn á húsið

Góð ráð þegar velja á liti utan á húsið

Mikilvægast er að liturinn henti byggingarstíl og formi hússins. Byrjaðu á að horfa á húsið úr fjarlægð og skoðaðu landslagið sem umlykur húsið og húsin í kring. Gakktu svo nær og skoðaðu smáatriðin betur, s.s. glugga, dyr og tréverk. Með þetta í huga skaltu velja liti sem eru annað hvort nálægt hver öðrum á litrófinu eða skera sig afgerandi hver frá öðrum. Markmiðið er náttúrulega að finna litasamsetningu sem lætur þér líða eins og þú sért kominn heim.

 

 

Litir birtast með nokkuð ólíkum hætti úti og inni. Utanhúss virka litir litsterkari og kaldir tónar dragast fram. Því ætti maður að velja aðeins daufari liti en miðað er við, það þýðir að liturinn inniheldur meira magn af svartri litapöstu. Ein ástæðan fyrir því að litir virka síður dökkir utan á húsinu er að yfirborð veggja er jafnt og endurspeglar liti á annan hátt en náttúran í kring. Náttúran er aldrei einslit, ekki einu sinni á smáum flötum. Náttúran er ekki heldur slétt, hún hefur fleiri ójöfnur sem hafa áhrif á hvernig skuggi fellur.

 

Hvít hús hafa lengi verið vinsæl og undanfarið hefur þeim frekað fjölgað sem velja hvítan lit á húsið. Til að útiveggir virki fallega gráir eða hvítir er nauðsynlegt að setja örlítið gult út í málninguna. Hlutlausir hvítir litir virka nefnilega blágráir úti. Svörtum húsum fjölgar líka þessa dagana en flest hús sem við köllum svört eru í raun svarbrún. Alsvartur virðist nefnilega svarblár utandyra.

 

Fleiri blogg

Nýmálað á Nönnustíg

Húsið við Nönnustíg á stutt í áttræðisafmælið. Þrátt fyrir það er húsið einstaklega glæsilegt eftir viðgerðir og málun í sumar.

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping