Að nota línolíuvax
Efni
Hægt er að nota Allbäck línolíuvaxið á alla þá fleti sem draga í sig, s.s. timbur, steypu, múrstein, þakskífur, palla, flot á gólfi og húsgögn. Línolíuvaxið inniheldur línolíu, bývax og litarefni sem er soðið saman og myndar sterkt silkimatt yfirborð sem er vatnsfráhrindandi og auðvelt að þrífa með útþynntri blöndu af Allbäck línolíusápu og vatni. hentar einungis ofan á opin við (ekki á glærlakkaðan við).
Aðferð
- Tryggið að flöturinn sé hreinn, þurr og laus við ryk. Þrífið flötinn með Allbäck línolíusápu ef þörf krefur og þurrkið upp alla bleytu.
- Pússa þarf upp viðinn ofan í hann beran með fínum sandpappír (nr. u.þ.b. 180). Hreinsið upp allt ryk.
- Berið vaxið á með grófum svampi. Vinnið í sömu átt og viðurinn liggur og takið nokkrar fjalir í einu.
- Leyfið viðnum að gleypa í sig vaxið í 15-20 mínútur. Þurrkið allt umfram vax með tusku innan við einni klukkustund eftir notkun. Hægt er að snerta vaxið strax.
Annað
Vaxið fullharðnar á viku og því þarf að passa upp á yfirborðið fyrstu vikuna. Þurrktíminn gæti verið lengri í kvistum, en það fer eftir magni trékvoðu í kvistum og þykkt vaxins. Þess vegna er gott að setja þunnt lag af vaxi yfir kvistina og þurrka umfram vax af.
Til að fá fram ljósari lit í vaxinu er hægt að blanda lituðu vaxi saman við náttúrulega litlausa vaxið. Einnig er hægt að blanda saman tveimur ólíkum litum, t.d. brúnum og svörtum og fá þannig fram svarbrúnan lit. Of þykkt lag af vaxi myndar klístraða áferð með ójöfnum gljáa og lengir þurrktímann til muna.
Athugið: Kviknað getur í olíublautum tuskum og tvisti af sjálfu sér og verður að bleyta með vatni áður en þeim er fargað á öruggum stað.
*Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum og á myndbandi hér
Heilsufars- og umhverfismál
Við pússun eða þegar málning er fjarlægð með hita geta myndast agnir og gufur sem eru skaðlegar heilsunni. Ávallt skal mála í vel loftræstu rými og nota grímur fyrir öndunarfæri ef loftræsting er ónóg. Sjá einnig upplýsingar á öryggisblaði. Ekki láta málningardósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva.
Tæknilegar upplýsingar
Til notkunar: Innan- og utanhúss
Gljástig: Silkimatt
Þurrktími við 23°C/50% raka: 24-48 klst Fullkomin hörðnun næst á einni viku
Lágmarkshiti við málun: 14°C
Hámarks raki við málun: 14%
Þynning: Engin
Verkfæri: Svampur
Þekja: 25-30 m2/l
Hreinsun: Allbäck línolíusápa