fbpx

Að mála netsprungna útveggi

Að mála netsprunga útveggi

úr steinsteypu og múrklæðningu

 

Val á efnum

Skynsamlegasti valkosturinn við málun á netsprungum í útveggjum úr steinsteypu og múrklæðningu er Alphaloxan Flex sem er teygjanleg síloxan akrýlmálning (steinsílan). Málningarfilman fylgir eftir hreyfingum sprungnanna, jafnvel við mjög lágt hitastig. Alphaloxan Flex býr einnig yfir einstökum öndunar­eiginleikum og ver steinefna­undirlagið gegn niður­brotsáhrifum vatns og koldíoxíðs.


Aðferð

  1. Tryggið að sprungan sé þurr og laus við ryk, fitu, myglu og önnur óhreinindi.
  2. Sprungur þarf að fylla með sements- og trefjastyrktu viðgerðarspartli, t.d. Husrep. Spartlið kemur í duftformi og skal blanda í hlutföllunum 4 á móti 1 af vatni.
  3. Bera skal vatnsvörnina Mur-Silan (mónósílan) yfir viðgerðina.
  4. Grunnið síðan með Alpha Aquafix Opaque (hvítur grunnur), þynntum um 10-15% af vatni eða Professional Microdispers (glær grunnur). Á mjög gljúpa og duftsmitandi fleti skal nota Professional Microdispers.
  5. Ef um stærri sprungur er að ræða skal mála ríkulega yfir Husrep viðgerðirnar með Alphaloxan Flex; farið 2 umferðir ef þarf.
  6. Málið loks 2 umferðir með Alphaloxan Flex.

*Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum.

 

Heilsufars- og umhverfismál

Ekki láta málningar­dósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Athugið að kviknað getur í olíublautum tuskum og tvisti af sjálfu sér og verður að bleyta þær með vatni áður en þeim er hent á öruggan stað. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva.

Tæknilegar upplýsingar

Til notkunar: Utanhúss

Yfirmálun:

Mur-Silan 48 klst.

Alpha Aquafix Opaque 6 klst

Professional Microdispers 3-4 klst

Alphaloxan Flex 8-12 klst

Þynning: Vatn

Verkfæri: Penslar, rúllur. Notið ekki sömu verkfæri í Mur-Silan og í málninguna

Þekja:

Mur-Silan 4-5 m2/l

Alpha Aquafix Opaque 4-8 m2/l

Professional Microdispers 8-10 m2/l

Alphaloxan Flex 7-9 m2/l

Hreinsun: Vatn

Fleiri blogg

Nýmálað á Nönnustíg

Húsið við Nönnustíg á stutt í áttræðisafmælið. Þrátt fyrir það er húsið einstaklega glæsilegt eftir viðgerðir og málun í sumar.

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping