fbpx

Að mála heita potta

Að mála heita potta

 

Efni

Slitsterkt og gljáandi tveggja þátta epoxýlakk.

Aðferð

Þegar mála skal heita potta skiptir undirbúningur öllu máli. Athugið einnig að mála ekki á kvöldin vegna hættu á daggarmyndun. Jafnframt er mikilvægt að málningin á pottinum nái að þorna í 3-5 daga fyrir notkun.

Nýmálun plastpotta

  1. Mattið plastið með sandpappír (nr. 180-220).
  2. Hreinsið burt slípiryk og önnur óhreinindi.
  3. Grunnið t.d. með Gelshield 200 epoxýgrunni.
  4. Málið tvær umferðir með Intergard 740.
  5. Ef notuð er hálkuvörn er ágætt að bæta henni út í málninguna í seinni umferð.

Nýmálun steinpotta

  1. Opnið steininn (fjarlægið sementshúð) með steinslípun eða kröftugum háþrýstiþvotti. Potturinn þarf að þorna vel.
  2. Grunnið með Intergard 740 málningu, 25% þynntri með International GTA220 þynni.
  3. Málið tvær umferðir með Intergard 740.
  4. Ef notuð er hálkuvörn er ágætt að bæta henni út í málninguna sem málað er með í seinni umferð.

Endurmálun

  1. Mattið yfirborð og þrífið fleti.
  2. Fjarlægið alla lausa málningu með kröftugri háþrýstidælu. Potturinn þarf að þorna vel.
  3. Málið 1-2 umferðir með Intergard 740.
  4. Ef notuð er hálkuvörn er ágætt að bæta henni út í málninguna sem málað er með í seinni umferð

*Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum.

 

Heilsufars- og umhverfismál

Ekki láta málningar­dósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Athugið að kviknað getur í olíublautum tuskum og tvisti af sjálfu sér og verður að bleyta þær með vatni áður en þeim er hent á öruggan stað. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva.

Tæknilegar upplýsingar

Málning: Intergard 740

Til notkunar: Utanhúss

Gljástig: Háglans

Litur: Ýmsir

Þynning: International GTA220

Verkfæri: Rúlla eða pensill

Þurrktími:

Snertiþurrt: 16klst við 5°C, 12 klst við 10°C og 3 klst við 25°C

Gegnumþurrt: 54 klst við 5°C, 40 klst við 10°C og 16 klst við 25°C

Yfirmálun: Við 5°C lágmark 54 klst og hámark 3 mánuðir, við 10°C lágmark 16 klst og hámark 3 mánuðir, við 25°C lágmark 12 klst og hámark 3 mánuðir

Þekja: 10 m2/l

Hreinsun: International GTA220

Fleiri blogg

Nýmálað á Nönnustíg

Húsið við Nönnustíg á stutt í áttræðisafmælið. Þrátt fyrir það er húsið einstaklega glæsilegt eftir viðgerðir og málun í sumar.

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping