fbpx

Að mála gólf – akrýlmálning

Að mála gólf

með akrýl gólfmálningu 

 

Aðferð

Steypt gólf

  1. Undirlag verður að vera hreint, þurrt og ryklaust. Nýsteypt gólf þurfa að vera gegnumhörðnuð og sementshúðin slípuð af áður en málað er. Stálslípuð steypt gólf skal vélslípa.
  2. Ómeðhöndluð steypt gólf skal hreinsa vandlega. Fjarlægið fitu og olíubletti.
  3. Grunnið með Original Golvfärg málningu sem þynnt hefur verið 20% með vatni.
  4. Málið síðan tvær umferðir með óþynntri Original Golvfärg málningu. Efnið nær endanlegum styrk og hörku á nokkrum dögum. Látið því flötinn ekki sæta miklu álagi fram að því.

Ný viðargólf

  1. Tryggið að viðargólfið sé hreint og mattslípað.
  2. Berið tvisvar sinnum á kvisti í viðnum með Original Kvistlack.
  3. Grunnið síðan allan viðinn með Original Häftgrund.
  4. Málið loks tvær umferðir með óþynntri Original Golvfärg málningu. Efnið nær endanlegum styrk og hörku á nokkrum dögum. Látið því flötinn ekki sæta miklu álagi fram að því.

Gömul viðargólf

  1. Þvoið gólfið með Målartvätt og hreinsið vel með vatni. Blandið Målartvätt með vatni í hlutfallinu 1:3. Berið blönduna á með svampi eða bursta. Látið blönduna liggja á fletinum í nokkrar mínútur og skrúbbið af með blautri tusku eða bursta og vatni.
  2. Fjarlægið lausa málningu og mattslípið gólfið. Ryksugið vandlega, sérstaklega við gólflista og þröskulda.
  3. Grunnið ójafnt yfirborð þar sem málning hefur flagnað af með Original Häftgrund.
  4. Málið loks eina til tvær umferðir yfir flötinn með Original Golvfärg. Efnið nær endanlegum styrk og hörku á nokkrum dögum. Látið því flötinn ekki sæta miklu álagi fram að því.

ATH. Original Golvfärg hentar ekki á bílskúrsgólf. Þar má t.d. nota Wapex 660.

*Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum.

 

Heilsufars- og umhverfismál

Við pússun eða þegar málning er fjarlægð með hita geta myndast agnir og gufur sem eru skaðlegar heilsunni. Ávallt skal mála í vel loftræstu rými og nota grímur fyrir öndunarfæri ef loftræsting er ónóg. Sjá einnig upplýsingar á öryggisblaði. Ekki láta málningar­dósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva.

Tæknilegar upplýsingar

Gljástig lakks: Hálfgljáandi 50%

Þurrktími: Við 23°C/50% raka: Häftgrund 2 klst; Golvfärg 2 klst

Yfirmálun: Häftgrund 16 klst; Golvfärg 2 klst

Lágmarkshiti við málun: +5°C

Þynning: Vatn

Verkfæri: Penslar, lakkrúllur, sprauta

Þekja: Häftgrund 5-8 m2/l; Golvfärg 6-8 m2/l

Hreinsun: Sápuvatn

Fleiri blogg

Nýmálað á Nönnustíg

Húsið við Nönnustíg á stutt í áttræðisafmælið. Þrátt fyrir það er húsið einstaklega glæsilegt eftir viðgerðir og málun í sumar.

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping