Að mála gólf
með akrýl gólfmálningu
Aðferð
Steypt gólf
- Undirlag verður að vera hreint, þurrt og ryklaust. Nýsteypt gólf þurfa að vera gegnumhörðnuð og sementshúðin slípuð af áður en málað er. Stálslípuð steypt gólf skal vélslípa.
- Ómeðhöndluð steypt gólf skal hreinsa vandlega. Fjarlægið fitu og olíubletti.
- Grunnið með Original Golvfärg málningu sem þynnt hefur verið 20% með vatni.
- Málið síðan tvær umferðir með óþynntri Original Golvfärg málningu. Efnið nær endanlegum styrk og hörku á nokkrum dögum. Látið því flötinn ekki sæta miklu álagi fram að því.
Ný viðargólf
- Tryggið að viðargólfið sé hreint og mattslípað.
- Berið tvisvar sinnum á kvisti í viðnum með Original Kvistlack.
- Grunnið síðan allan viðinn með Original Häftgrund.
- Málið loks tvær umferðir með óþynntri Original Golvfärg málningu. Efnið nær endanlegum styrk og hörku á nokkrum dögum. Látið því flötinn ekki sæta miklu álagi fram að því.
Gömul viðargólf
- Þvoið gólfið með Målartvätt og hreinsið vel með vatni. Blandið Målartvätt með vatni í hlutfallinu 1:3. Berið blönduna á með svampi eða bursta. Látið blönduna liggja á fletinum í nokkrar mínútur og skrúbbið af með blautri tusku eða bursta og vatni.
- Fjarlægið lausa málningu og mattslípið gólfið. Ryksugið vandlega, sérstaklega við gólflista og þröskulda.
- Grunnið ójafnt yfirborð þar sem málning hefur flagnað af með Original Häftgrund.
- Málið loks eina til tvær umferðir yfir flötinn með Original Golvfärg. Efnið nær endanlegum styrk og hörku á nokkrum dögum. Látið því flötinn ekki sæta miklu álagi fram að því.
ATH. Original Golvfärg hentar ekki á bílskúrsgólf. Þar má t.d. nota Wapex 660.
*Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum.
Heilsufars- og umhverfismál
Við pússun eða þegar málning er fjarlægð með hita geta myndast agnir og gufur sem eru skaðlegar heilsunni. Ávallt skal mála í vel loftræstu rými og nota grímur fyrir öndunarfæri ef loftræsting er ónóg. Sjá einnig upplýsingar á öryggisblaði. Ekki láta málningardósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva.
Tæknilegar upplýsingar
Gljástig lakks: Hálfgljáandi 50%
Þurrktími: Við 23°C/50% raka: Häftgrund 2 klst; Golvfärg 2 klst
Yfirmálun: Häftgrund 16 klst; Golvfärg 2 klst
Lágmarkshiti við málun: +5°C
Þynning: Vatn
Verkfæri: Penslar, lakkrúllur, sprauta
Þekja: Häftgrund 5-8 m2/l; Golvfärg 6-8 m2/l
Hreinsun: Sápuvatn