Að mála baðherbergi
Val á efnum
Skynsamlegast er að nota vatnsþynnanlegu votrýmismálninguna Perform+ Bathroom við málun veggja í baðherbergjum. Hún hentar þó víðar, t.d. á steypta veggi, gifs, byggingaplötur, veggi og loft í eldhúsum, þvottahúsum, sjúkrahúsum, matvælaiðnaði og öðrum þeim rýmum þar sem krafist er mikils slitstyrks, þvottheldni og góðrar endingar. Perform+ Bathroom inniheldur mygluvörn og hentar því einstaklega vel í raka og votrýmum.
Aðferð
- Spartlið óslétt undirlag með Professional Våtrum votrýmisspartli.
- Til að fá sem besta viðloðun og þétt undirlag skal grunna ómálaða fleti og spartl með Perform+ Bathroom Primer votrýmisgrunni; þynnið hann 1:1 með vatni.
- Málið loks (með nýjum rúllum) tvær umferðir með Perform+ Bathroom votrýmismálningu.
- Ef mála á inni í sturtuklefa er ráðlegt að mála með Wapex 660 epoxýmálningu. Grunnið fyrst með Wapex 660 (þynnt mest með 10% vatni). Málið síðan yfir með einni eða tveimur umferðum af Wapex 660 (þynnt mest með 3% vatni).
Ath. Forðist að skapa raka í herberginu fyrstu dagana eftir málun á meðan að efnin er að þorna fullkomlega og ná fullri hörku og styrk.
*Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum.
Heilsufars- og umhverfismál
Við pússun eða þegar málning er fjarlægð með hita geta myndast agnir og gufur sem eru skaðlegar heilsunni. Ávallt skal mála í vel loftræstu rými og nota grímur fyrir öndunarfæri ef loftræsting er ónóg. Sjá einnig upplýsingar á öryggisblaði. Ekki láta málningardósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva.
Tæknilegar upplýsingar
Tegund: Akrýl
Gljástig: 30%
Þurrktími: Við 23°C/50% raka; Perform+ Bathroom Primer 5 klst; Perform+ Bathroom 2 klst
Yfirmálun: Perform+ Bathroom Primer 7 klst; Perform+ Bathroom 5 klst
Þynning: Vatn
Verkfæri: Penslar, rúllur, málningarsprautur
Þekja: Perform+ Bathroom Primer 2-5 m2/l; Perform+ Bathroom 6-8 m2/l
Hreinsun: Sápuvatn