fbpx

Að lakka viðargólf

Að lakka viðargólf 

Með vatnsþynnanlegu pólýúreþanlakki 

 

Aðferð

Nýmálun á beran við innanhúss

  1. Tryggið að viðurinn sé laus við olíu, fitu og önnur óhreinindi. Berið Cetol TFF* á allan flötinn, þynnt 5-10% með vatni. Látið þorna í 4 klst.
  2. Slípið (með sandpappír nr. 220-240) og rykhreinsið.
  3. Berið Cetol TFF á flötinn. Látið þorna í 4 klst.
  4. Slípið létt yfir flötinn (með sandpappír nr. 220-240) og rykhreinsið.
  5. Lakkið yfir flötinn með lokaumferð af Cetol TFF.

Athugið: Á þrep skal bera eina aukaumferð af lakkinu.

Lökkun á áður málaða fleti

  1. Hreinsið flötinn vandlega og fjarlægið eldri málningarlög með slípun.
  2. Þvoið með Målartvätt. Skiptið reglulega um tuskur. Ef gólfið hefur verið bónað er ráðlegt að nota fyrst bónleysi (eða rauðspritt).
  3. Slípið og rykhreinsið vandlega.
  4. Berið Cetol TFF* á allan flötinn, þynnt 5-10% með vatni. Látið þorna í 4 klst.
  5. Slípið (með sandpappír nr. 220-240) og rykhreinsið.
  6. Berið Cetol TFF á flötinn. Látið þorna í 4 klst.
  7. Slípið létt yfir flötinn (með sandpappír nr. 220-240) og rykhreinsið.
  8. Lakkið yfir flötinn með lokaumferð af Cetol TFF.

Athugið: Á þrep skal bera eina aukaumferð af lakkinu.

*Einnig er mögulegt að nota matt pólýúreþanlakk á viðargólf; þ.e. Cetol BL Varnish Mat.

Cetol TFF lakkið er líka hentugt sem hlífðarlag á kork.

 

*Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum.

Heilsufars- og umhverfismál

Við pússun eða þegar málning er fjarlægð með hita geta myndast agnir og gufur sem eru skaðlegar heilsunni. Ávallt skal mála í vel loftræstu rými og nota grímur fyrir öndunarfæri ef loftræsting er ónóg. Sjá einnig upplýsingar á öryggisblaði. Ekki láta málningar­dósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Hellið ekki málningar- og hreinsiefna­leifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva.

Tæknilegar upplýsingar

Gljástig: Satíngljái

Þurrktími við 20°C/65% raka:

Rykfrítt: Eftir um 1 klst.

Slípun og yfirmálun: Eftir um 4 klst

Má ganga á: Eftir um 12 klst

Gegnumharðnað: Eftir um 4 daga

Þynning: 10% í fyrstu umferð. Næstu umferðir má hafa óþynntar

Verkfæri: Lakkpenslar, lakkrúllur

Þekja: Um 10 m2/l (veltur á undirlagi og aðferð við lökkun)

Hreinsun verkfæra: Með vatni strax eftir notkun

Fleiri blogg

Nýmálað á Nönnustíg

Húsið við Nönnustíg á stutt í áttræðisafmælið. Þrátt fyrir það er húsið einstaklega glæsilegt eftir viðgerðir og málun í sumar.

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping