Að lakka viðargólf
Með vatnsþynnanlegu pólýúreþanlakki
Aðferð
Nýmálun á beran við innanhúss
- Tryggið að viðurinn sé laus við olíu, fitu og önnur óhreinindi. Berið Cetol TFF* á allan flötinn, þynnt 5-10% með vatni. Látið þorna í 4 klst.
- Slípið (með sandpappír nr. 220-240) og rykhreinsið.
- Berið Cetol TFF á flötinn. Látið þorna í 4 klst.
- Slípið létt yfir flötinn (með sandpappír nr. 220-240) og rykhreinsið.
- Lakkið yfir flötinn með lokaumferð af Cetol TFF.
Athugið: Á þrep skal bera eina aukaumferð af lakkinu.
Lökkun á áður málaða fleti
- Hreinsið flötinn vandlega og fjarlægið eldri málningarlög með slípun.
- Þvoið með Målartvätt. Skiptið reglulega um tuskur. Ef gólfið hefur verið bónað er ráðlegt að nota fyrst bónleysi (eða rauðspritt).
- Slípið og rykhreinsið vandlega.
- Berið Cetol TFF* á allan flötinn, þynnt 5-10% með vatni. Látið þorna í 4 klst.
- Slípið (með sandpappír nr. 220-240) og rykhreinsið.
- Berið Cetol TFF á flötinn. Látið þorna í 4 klst.
- Slípið létt yfir flötinn (með sandpappír nr. 220-240) og rykhreinsið.
- Lakkið yfir flötinn með lokaumferð af Cetol TFF.
Athugið: Á þrep skal bera eina aukaumferð af lakkinu.
*Einnig er mögulegt að nota matt pólýúreþanlakk á viðargólf; þ.e. Cetol BL Varnish Mat.
Cetol TFF lakkið er líka hentugt sem hlífðarlag á kork.
*Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum.
Heilsufars- og umhverfismál
Við pússun eða þegar málning er fjarlægð með hita geta myndast agnir og gufur sem eru skaðlegar heilsunni. Ávallt skal mála í vel loftræstu rými og nota grímur fyrir öndunarfæri ef loftræsting er ónóg. Sjá einnig upplýsingar á öryggisblaði. Ekki láta málningardósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva.
Tæknilegar upplýsingar
Gljástig: Satíngljái
Þurrktími við 20°C/65% raka:
Rykfrítt: Eftir um 1 klst.
Slípun og yfirmálun: Eftir um 4 klst
Má ganga á: Eftir um 12 klst
Gegnumharðnað: Eftir um 4 daga
Þynning: 10% í fyrstu umferð. Næstu umferðir má hafa óþynntar
Verkfæri: Lakkpenslar, lakkrúllur
Þekja: Um 10 m2/l (veltur á undirlagi og aðferð við lökkun)
Hreinsun verkfæra: Með vatni strax eftir notkun