fbpx

Mauna Nougat - Arte

36.202 kr. rúlluverð

Mauna Nougat – Arte

Lanai veggfóðurslínan er innblásin af ljúfum sumarkvöldum á Hawaii. Nafnið Lanai merkir verönd á tungu heimamanna og minnir okkur á löng og ljúf sumarkvöld á veröndinni við Suðurhöf. Hvert mynstur í veggfóðurslínunni er handunnið og innfellt eða saumað út af mikilli alúð með rattan og raffía. Þessi dásamlegu handverk eru því næst unnin í þrívídd yfir á víníl. Lanai lifnar við á veggnum í náttúrulegum litasamsetningum.

Mauna veggfóðrið er byggt á handverki þar sem smáum bitum af rattan reyr var vandlega raðað saman í fjörlegt og að því er virðist tilviljunarkennt mynstur. Víxlun á beinum og bognum línum gefur þessari hönnun náttúrulegt útlit. Listaverkið var svo fært yfir á vínilútgáfu þar sem þrívíddin heldur sér og er framsetningin ótrúlega lík upprunalega handverkinu. Mauna er nefnt eftir Mauna Kea, hæsta fjalli Hawaii, sem er jafnframt sofandi eldfjall.

Intarsio vínilveggfóðrið er með baki úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven) sem þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná því af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að setja límið á vegginn. Blautt/rakt lím má strjúka létt af framhliðinni með svampi við upphengingu. Veggfóðrið er þvottekta. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið. Einnig má benda á myndbönd á heimasíðunni.

Leiðbeiningar fyrir veggfóður með non-woven bakhlið

36.202 kr. rúlluverð

Í boði sem biðpöntun

Rúllubreidd: 70 cmRúllulengd: 10,05 mMynsturhæð: 70 cm
Áætla rúllufjölda
m
m
cm
m
cm
Niðurstöður

Endilega stimplið tölur í reiknivélina 2.1 sem verða 3 rúllur
Heildarverð:

SÉRPÖNTUN - EKKI SKILAVARA: Reiknivélin metur u.þ.b. það magn af veggfóðri sem þú þarfnast miðað við þínar mælingar. Sérefni taka ekki ábyrgð á ofáætlun eða skorti á veggfóðursmagni á grundvelli þessara útreikninga þar sem of margir þættir geta spilað inn í efnisþörf. Þar má nefna ónákvæmar mælingar, dyr, glugga, mynsturgerð, mistök í uppsetningu og fleira. Ef flókið er að finna út magn mælum við með að ráðfæra sig við fagmann áður en pantað er.

Vörunúmer: 81511 Vöruflokkar: , , Stikkorð: , , ,

Tengdar vörur

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping