fbpx

Að setja upp reyrvef (rattan)

PDF-skjal til prentunar

Að setja upp reyr (rattan)

Efni
 
Reyr (rattan) er efni unnið úr mörgum tegundum pálmatrjáa sem vaxa í hitabelti Afríku, Asíu og Eyjaálfu. Reyr er níðsterkur og hefur í gegnum tíðina mest verið notaður í körfur og fléttaður í vef fyrir stóla. Reyrvefinn má nota á ýmsa vegu, í raun ræður hugmyndaflugið för. Sem dæmi má nefna í skápahurðir, skilrúm, lampaskerma, hillur, bakka og fleira. Við mælum með sérstyrktri tegund til stólasetugerðar.
 

Meðhöndlun

  1. Leggið reyrinn í bleyti í a.m.k. 2 klst. Við það mýkist hann og verður auðveldari í meðhöndlun.
  2. Festið reyrinn við flötinn. Hægt er að festa hann með heftum, lími, nöglum eða þræðingu.
Reyrinn gæti virst ójafn í fyrstu en hann strekkist og jafnast út þegar hann þornar.
 
Athugið: Sellulósavef  má ekki leggja í bleyti. Þeir henta heldur ekki í stólsetur eða þar sem álag er mikið.

Fleiri blogg

Nýmálað á Nönnustíg

Húsið við Nönnustíg á stutt í áttræðisafmælið. Þrátt fyrir það er húsið einstaklega glæsilegt eftir viðgerðir og málun í sumar.

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping