fbpx

Að lakka hurðir og húsgögn

Að lakka glugga, hurðir og húsgögn 

Með vatnsþynnanlegu akrýllakki

 

Aðferð

Athugið að þar sem fituálag er mikið, s.s. á eldhússkápum, hentar gljástig 40% eða 90% best.

Nýmálun

  1. Þegar ómeðhöndlaður viður er málaður skal einangra kvisti með Original Kvistlack eða Schellack.
  2. Grunnið með Sikkens Rubbol BL Isoprimer eða Original Häftgrund.
  3. Spartlið eftir grunnun með Professional Snickerispackel. Slípið flötinn vel og þurrkið af ryk með límklút.
  4. Grunnið yfir spartlið, t.d. með Sikkens Rubbol BL Isoprimer eða Original Häftgrund.
  5. Málið loks tvær umferðir af Ambiance Superfinish Helmatt (5%), Ambiance Superfinish Halvblank (40%) eða Sikkens BL Azura (90%).
  6. Þegar lakkað er með Sikkens Bl Azura (90%) er mikilvægt að strjúka yfir flötinn með tusku vættri í sterkri blöndu af vatni og Målartvätt (1:1) áður en seinni umferð er lökkuð. Við þetta fæst gott flot og falleg lakkáferð.

Endurmálun

  1. Fjarlægið fitu og óhreinindi af áður máluðum flötum með Original Målartvätt og vatni. Blandið Målartvätt með vatni í hlutfallinu 1:3. Berið blönduna á með svampi eða bursta. Látið blönduna liggja á fletinum í nokkrar mínútur og skrúbbið af með blautri tusku eða bursta og vatni.
  2. Gljáandi fleti skal slípa matta með sandpappír nr. 220-280 til að tryggja góða viðloðun og þurrka allt ryk með límklútum.
  3. Grunnið flötinn ef þörf er á með Original Häftgrund, Sikkens Rubbol BL Isoprimer eða Sikkens BL Primer.
  4. Spartlið flötinn ef þörf er á og grunnið.
  5. Málið tvær umferðir af Ambiance Superfinish Helmatt (5%), Ambiance Superfinish Halvblank (40%) eða Sikkens BL Azura (90%). Ef Original Häftgrund grunnur er valinn skal láta hann (og milliumferðir) þorna yfir nótt áður en lokalakkumferðin er borin á.
  6. Þegar lakkað er með Sikkens Bl Azura (90%) er mikilvægt að strjúka yfir flötinn með tusku vættri í sterkri blöndu af vatni og Målartvätt (1:1) áður en seinni umferð er lökkuð. Við þetta fæst gott flot og falleg lakkáferð.

*Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum.

 

Heilsufars- og umhverfismál

Við pússun eða þegar málning er fjarlægð með hita geta myndast agnir og gufur sem eru skaðlegar heilsunni. Ávallt skal mála í vel loftræstu rými og nota grímur fyrir öndunarfæri ef loftræsting er ónóg. Sjá einnig upplýsingar á öryggisblaði.

Ekki láta málningardósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva

Tæknilegar upplýsingar

Gljástig lakks: Matt 5%, hálfmatt 40% og háglans 90%

Þurrktími við 23°C/50% raka: Gegnumþurrt eftir 2 klst, yfirmálun möguleg eftir 6 klst

Þynning: Vatn

Verkfæri: Penslar, rúllur, málningarsprautur

Þekja: 8-10 m2/l

Hreinsun: Sápuvatn

Fleiri blogg

Nýmálað á Nönnustíg

Húsið við Nönnustíg á stutt í áttræðisafmælið. Þrátt fyrir það er húsið einstaklega glæsilegt eftir viðgerðir og málun í sumar.

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping