Að lakka glugga, hurðir og húsgögn
Með vatnsþynnanlegu akrýllakki
Aðferð
Athugið að þar sem fituálag er mikið, s.s. á eldhússkápum, hentar gljástig 40% eða 90% best.
Nýmálun
- Þegar ómeðhöndlaður viður er málaður skal einangra kvisti með Original Kvistlack eða Schellack.
- Grunnið með Sikkens Rubbol BL Isoprimer eða Original Häftgrund.
- Spartlið eftir grunnun með Professional Snickerispackel. Slípið flötinn vel og þurrkið af ryk með límklút.
- Grunnið yfir spartlið, t.d. með Sikkens Rubbol BL Isoprimer eða Original Häftgrund.
- Málið loks tvær umferðir af Ambiance Superfinish Helmatt (5%), Ambiance Superfinish Halvblank (40%) eða Sikkens BL Azura (90%).
- Þegar lakkað er með Sikkens Bl Azura (90%) er mikilvægt að strjúka yfir flötinn með tusku vættri í sterkri blöndu af vatni og Målartvätt (1:1) áður en seinni umferð er lökkuð. Við þetta fæst gott flot og falleg lakkáferð.
Endurmálun
- Fjarlægið fitu og óhreinindi af áður máluðum flötum með Original Målartvätt og vatni. Blandið Målartvätt með vatni í hlutfallinu 1:3. Berið blönduna á með svampi eða bursta. Látið blönduna liggja á fletinum í nokkrar mínútur og skrúbbið af með blautri tusku eða bursta og vatni.
- Gljáandi fleti skal slípa matta með sandpappír nr. 220-280 til að tryggja góða viðloðun og þurrka allt ryk með límklútum.
- Grunnið flötinn ef þörf er á með Original Häftgrund, Sikkens Rubbol BL Isoprimer eða Sikkens BL Primer.
- Spartlið flötinn ef þörf er á og grunnið.
- Málið tvær umferðir af Ambiance Superfinish Helmatt (5%), Ambiance Superfinish Halvblank (40%) eða Sikkens BL Azura (90%). Ef Original Häftgrund grunnur er valinn skal láta hann (og milliumferðir) þorna yfir nótt áður en lokalakkumferðin er borin á.
- Þegar lakkað er með Sikkens Bl Azura (90%) er mikilvægt að strjúka yfir flötinn með tusku vættri í sterkri blöndu af vatni og Målartvätt (1:1) áður en seinni umferð er lökkuð. Við þetta fæst gott flot og falleg lakkáferð.
*Nákvæmari upplýsingar um efnin má finna í tækniblöðum.
Heilsufars- og umhverfismál
Við pússun eða þegar málning er fjarlægð með hita geta myndast agnir og gufur sem eru skaðlegar heilsunni. Ávallt skal mála í vel loftræstu rými og nota grímur fyrir öndunarfæri ef loftræsting er ónóg. Sjá einnig upplýsingar á öryggisblaði.
Ekki láta málningardósina standa opna meðan á verki stendur. Þrífið verkfæri strax eftir notkun. Hellið ekki málningar- og hreinsiefnaleifum í niðurföll. Skilið efnaleifum og tómum umbúðum til endurvinnslustöðva
Tæknilegar upplýsingar
Gljástig lakks: Matt 5%, hálfmatt 40% og háglans 90%
Þurrktími við 23°C/50% raka: Gegnumþurrt eftir 2 klst, yfirmálun möguleg eftir 6 klst
Þynning: Vatn
Verkfæri: Penslar, rúllur, málningarsprautur
Þekja: 8-10 m2/l
Hreinsun: Sápuvatn