Vinsældir kalk- og steinefna í hýbýlum hafa vaxið ört síðastliðin ár. Sérefni hafa um árabil flutt inn ítalska kalkmálningu og bæta nú við ekta kalkspartli með náttúrulegu steinefnaútliti, efnið sem Ítalir kalla Stucco. Einmitt efnið sem notað hefur verið um langt skeið í tímalausri hönnun margra frægustu arkitekta og hönnuða Evrópu.

Stucco efnið kemur í ólíkum afbrigðum sem henta ýmist fyrir veggi, gólf eða votrými og fer vinnsluaðferðin eftir notkunarsvæði. Áferð og útlit er misgróft og má leika sér á ýmsa vegu með efnin til að fá þá niðurstöðu sem sóst er eftir. Yfirborðið getur ýmist verið skýjað og lágstemmt eða villt og dramatískt – og allt þar á milli. Hægt er að gera flötinn rennisléttan eða grófan, almattan eða hágljáandi. Litbrigðin eru breytileg og stjórnast af birtuskilyrðum og lýsingu. Þannig getur hver og einn fengið fram ólík blæbrigði í áferð, gljáa og litum.

Kalkefnin eru umhverfisvænar afurðir og stuðla að heilnæmu andrúmslofti, enda byggja þau á ævagömlum vinnsluaðferðum sem komu fram löngu fyrir tíma plast- og iðnaðarefna. Stucco er sett á með spaða og má nota ýmis hjálparáhöld til að fá fram mismunandi áferð og mynstur. Kalk er mjög basískt efni og því þrífst ekki í því mygla.

Myndabók – hugmyndir

Showing all 9 results