
Terracotta Dune - Arte
Terracotta Dune – Arte
Terrracotta er mynstur úr Babylon línunni, en Babýlon í Mesópótamíu var fyrsta stórborg heimsins, oft nefnd vagga siðmenningarinnar. Innblásturinn að Terracotta mynstrinu er fenginn þaðan úr fornum fleygbogahandritum sem voru skorin út og teiknuð í leirtöflur og klettaveggi. Þessi myndhöggvaratækni í leir er viðmið Babylon línunnar. Hönnun hennar var einmitt þannig unnin að leirtöflur voru mótaðar í höndunum af mikilli nákvæmni og síðan var mynstrið yfirfært á textílefni fyrir veggfóður. Þrívíddarahrifin minna helst á höggmyndaflísar unnar í gifs. Mynstrið Terrracotta kemur í samsettum plötum eða flísum sem hafa bæði geómetrískt og náttúrulegt útlit. Upphleyptur útskurðurinn í mynstrinu minnir á útskorin leirverk eða gárur í sandi.
Terrracotta er selt í plötum 90 cm x 70 cm. Mynstrið má endurtaka eins oft og vill.
Terracotta veggefnið er mjúkur textíll með baki úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven) sem þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná því af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að setja límið á bakhlið veggfóðurs – límið þarf að vera sterkara en það sem notað er við uppsetningu hefðbundins veggfóðurs vegna þyngdar veggmyndanna. Blautt/rakt lím má strjúka létt af framhliðinni með svampi við upphengingu. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið. Einnig má benda á myndbönd á heimasíðunni.
52.720 kr.
Í boði sem biðpöntun