Stuc Vestre epoxý steinefnaspartl

Stuc Vestre epoxý steinefnaspartl

STUC VESTRE

Stuc Vestre er byltingarkennt efni, fullkomlega til þess fallið að nota á fleti sem mikið reynir á, svo sem gólf, votrými, borðplötur, eldhúsbakplötur o.fl. Stuc Vestre er vottað fyrir votrými.

Stuc Vestre sameinar bestu eiginleika steinefnaspartls og epoxý í útliti og styrk:

  • 100% vatnsþétt og rakaþolið
  • Engin mislitun frá vatni, fitu, sprungum, rispum o.s.frv.
  • Sterkara en steinefni
  • Fljótlegt – það má grunna og bera 2 umferðir af spartli á einum degi
  • Auðvelt að blanda, langur vinnslutími
  • Hentar bæði á lóðrétta og lárétta fleti – t.d. yfir flísar og á gólf með miklu álagi
  • Einstaklega fallegt; hefur steinefnafegurð Stuc Granito og yfirburðastyrk epoxýefna

Stuc Vestre er tveggja þátta, vatnsleysanlegt expoxýspartl með möttu og náttúrulegu steinefnaútliti. Stuc Vestre er sérstaklega hannað fyrir fleti þar sem mikið álag er, t.d. gólf og votrými, en einnig fyrir veggi. Það hentar innandyra á nánast hvaða fastan, stöðugan og sléttan flöt sem er; jafnt í íbúðarhúsnæði sem atvinnuhúsnæði, s.s. verslanir, veitingastaði, sýningarsali og skrifstofur. Stuc Vestre er einfalt og auðvelt efni í vinnslu, með miklum möguleikum í útliti og áferð. Efnið er þróað sem yfirborð í lagþykkt um 0,5 mm en þykktin fer auðvitað eftir undirlagi, fjölda umferða og því útliti sem sóst er eftir.

Vörunúmer: STUCVESTRE14.5KG Vöruflokkar: , ,

Karfa

4

Millisamtala: 56.158 kr.

Skoða körfuGreiðsluferli