fbpx

Snakeshead Gold/Linen - Morris & Co

39.877 kr. rúlluverð

Snakeshead Gold/Linen – Morris & Co

Enski fjöllistamaðurinn William Morris, sem var í fararbroddi í list- og handíðahreyfingunni (Arts and Crafts) á 19. öld, er sérstaklega þekktur fyrir veggfóðurshönnun sína. Áherslur hans voru á náttúruleg form og lífræna hönnun í daglegu lífi almennings, með stílfærðum blómum, plöntum, fuglum, ávöxtum og fleiri náttúrumótífum. Þessi mikli hugsjónamaður skildi eftir sig um 50 mynstur sem höfðu mikil áhrif á innanhússhönnun almennt, t.d. gætir áhrifa hans greinilega í Art Nouveau, sem er beinn forveri Art Deco stílsins. Fingraför Morris eru greinileg í mynsturgerð enn þann dag í dag enda hefur hann oft verið nefndur faðir veggfóðursins.

Sagt er að þetta veggfóður hafi verið í sérstöku uppáhaldi hjá Morris og var upphaflega framleitt árið 1876. Snakeshead sýnir klasa af keisaraliljum sem mynda einskonar skjaldarmerki. Útgáfan Snakeshead Gold/Linen hefur glæsilegan, gylltan málmgljáa í bakgrunninum.

Snakeshead er úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven) sem þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að setja límið á vegginn. Þrífið límbletti af framhlið með hreinu vatni og mjúkum svampi ÁÐUR en límið þornar. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið.

Leiðbeiningar fyrir veggfóður með non-woven bakhlið

39.877 kr. rúlluverð

Í boði sem biðpöntun

Rúllubreidd: 68,6 cmRúllulengd: 10,05 mMynsturhæð: 34,3 cm
Áætla rúllufjölda
m
m
cm
m
cm
Niðurstöður

Endilega stimplið tölur í reiknivélina 2.1 sem verða 3 rúllur
Heildarverð:

SÉRPÖNTUN - EKKI SKILAVARA: Reiknivélin metur u.þ.b. það magn af veggfóðri sem þú þarfnast miðað við þínar mælingar. Sérefni taka ekki ábyrgð á ofáætlun eða skorti á veggfóðursmagni á grundvelli þessara útreikninga þar sem of margir þættir geta spilað inn í efnisþörf. Þar má nefna ónákvæmar mælingar, dyr, glugga, mynsturgerð, mistök í uppsetningu og fleira. Ef flókið er að finna út magn mælum við með að ráðfæra sig við fagmann áður en pantað er.

Vörunúmer: 216828 Vöruflokkar: , , Stikkorð: ,

Tengdar vörur

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping