Skjávarpamálning ljósgrá fyrir dimm rými, háskerpa - Smarter Surfaces™
Skjávarpamálning ljósgrá fyrir dimm rými, háskerpa – Smarter Surfaces™
Smart High Contrast Projector Screen Paint
Smart High Contrast Projector Screen Paint er ljósgrá hágæða skjávarpamálning sem hentar fyrir alla almenna skjávarpanotkun. Hún er hönnuð til að endurkasta myndefni úr tölvuleikjaumhverfi og heimabíóum með fullkominni skerpu í rýmum með lítilli umhverfislýsingu (hún hentar þó ekki í almyrkvuðum rýmum).
Ljósgráa skjávarpamálningin eykur skerpu mynda á veggnum með því að gleypa meira af ljósi úr umhverfinu en hvítur flötur gerir. Þetta krefst þess að skjávarpinn hafi meira ljósflæði (hærra en 1500 lúmen) svo litirnir verði ekki daufir. Málningin er sérstaklega hönnuð til að höndla dekkri liti betur svo svartir tónar skeri sig betur úr. Hún er einnig hönnuð og prófuð til að veita hámarks endurvörpum með HD og 4k skjávörpum. Ólíkt hefðbundnum veggjum þarf þá ekki að hafa áhyggjur af ljósablettum eða breytilegu / ósléttu yfirborði sem dregur úr myndgæðum.
Smart High Contrast Projector Screen Paint skjávarpamálningin sýnir myndefni í betri gæðum en hefðbundin skávarpatjöld en er jafnframt auðveld í notkun og hefur engin takmörk í stærð eða formi flatar. Hún hentar afar vel heima við þegar margir vilja njóta kvikmynda saman eða spila tölvuleiki, svo eitthvað sé nefnt. Með Smart High Contrast Projector Screen Paint málningunni fer skjávarpa-flöturinn beint á sléttan vegginn og engin þörf er því fyrir fyrirferðarmikil og dýr skjávarpatjöld. Þetta er því hagkvæm en jafnframt fagurfræðilega góð lausn.
Efnið er selt í pakkasetti sem inniheldur málningu, verkfæri og leiðbeiningar.
Innihald pakka
- 1 x skjávarpamálning fyrir 4,5 m2 veggflöt
- 1 x rúlluskaft
- 1 x rúllur
- 1 x leiðbeiningabæklingur
Aðalatriðin:
- Skjávarpamálning hönnuð fyrir tölvuleikjaumhverfi og heimabíó
- Bætir upplausn mynda
- Enn betri andstæður ljóss og skugga, meiri dýpt í litum og svarttónum
- Hentar í rökkvuðum rýmum
- 5 ára ábyrgð
- Þróuð, hönnuð og sannreynd fyrir notkun með leiðandi framleiðendum skjávarpa, svo sem Epson, BenQ, Sony, Panasonic, LG og Optoma
- Hentar bæði skjávörpum sem standa nálægt veggnum, sk. „short throw“ og „ultra short throw“
- Engir ljósablettir (hotspots)
- Pakkinn inniheldur allt sem þarf til uppsetningar
- Auðveld í notkun – tvær umferðir af málningu
- Flöturinn er tilbúinn til notkunar eftir 24 klukkustundir
- Má þrífa með vatnsrökum klút án hreinsiefna
47.429 kr.
Tengdar vörur
Tengdar vörur
-
Tússtöflufilma fyrir skjávarpa, sjálflímandi hvít – Smarter Surfaces™
48.603 kr. – 64.903 kr. Veldu kosti -
Tússtöfluveggfóður fyrir skjávarpa – Smarter Surfaces™
49.875 kr. – 81.690 kr. Veldu kosti