Protea Panthera, Rose Quartz - Cole & Son
Protea Panthera, Rose Quartz – Cole & Son
Ardmore Baobab er veggfóðurslína þar sem hönnun mætir list. Hún er hylling til hins tignarlega Baobab trés í Suður-Afríku. Það er umvafið dulspeki og goðsögnum, oft kallað „lífsins tré“. Tréð er sagt hafa lækningarmátt og er í raun tákn fyrir lífsorkuna í dýralífi og gróðurfari Suður-Afríku, enda stendur það keikt í landslaginu og allar lifandi verur laðast að því. Hönnunarhúsin Cole & Son og Ardmore Ceramics hafa enn og aftur skapað dásamlega upplifun með mynstrum sem eru hugmyndarík, glaðleg og iðandi af lífi.
Hið skemmtilega og örlítið súrrealíska Protea Panthera mynstur er óður til fegurðar suðurafrískrar keramíklistar. Stór kattardýr dansa í kringum vínvið fyrir miðju mynsturs og tindrandi kattaraugu horfa fram út úr villtu blómi. Litríkt og vandað veggfóður.
63.036 kr. rúlluverð
Í boði sem biðpöntun































Kefli - Friess, Profingrey 25cm-11mm