fbpx

Ovillo Powder - Arte

32.425 kr. rúlluverð

Ovillo Powder – Arte

Flestum okkar þykir mikilvægt að góð innanhússhönnun geisli frá sér hlýju og notalegheitum. Ull skapar einmitt slíka tilfinningu í rýmin og er einmitt innblástur fyrir Merino línuna. Línan samanstendur af þremur látlausum mynstrum sem eru túlkun á ullarvefnaði í háum gæðum. Náttúrulegir litirnir eru tilvalinn bakgrunnur með hlýlegri og lifandi áferð sem skapar áreynslulaust jafnvægi á móti „harðari“ efnum, svo sem gleri, málmi og steypu.

Ovillo er glæsileg túlkun á mjög fínt ofinni ull. Mjúk litbrigðin gefa þessu veggfóðri náttúrulegt og yfirvegað útlit.

Ovillo er vínilveggfóður á pappírsbaki. Veggfóðrið er mjög þvottþolið og auðvelt að ná því af veggnum seinna meir. Líming: a) Setjið límið á bakhlið veggfóðursins EÐA b) rúllið líminu á vegginn en þá þarf að úða bakhlið veggfóðursins fyrst með vatni. Þrífið límbletti af með hreinu vatni og mjúkum svampi áður en límið þornar. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið.

Leiðbeiningar fyrir ARTE veggfóður með pappírsbaki

Myndbönd fyrir báðar aðferðir á uppsetningu á veggfóðri með pappírsbaki

32.425 kr. rúlluverð

Í boði sem biðpöntun

Rúllubreidd: 70 cmRúllulengd: 10,05 m
Áætla rúllufjölda
m
m
cm
m
cm
Niðurstöður

Endilega stimplið tölur í reiknivélina 2.1 sem verða 3 rúllur
Heildarverð:

SÉRPÖNTUN - EKKI SKILAVARA: Reiknivélin metur u.þ.b. það magn af veggfóðri sem þú þarfnast miðað við þínar mælingar. Sérefni taka ekki ábyrgð á ofáætlun eða skorti á veggfóðursmagni á grundvelli þessara útreikninga þar sem of margir þættir geta spilað inn í efnisþörf. Þar má nefna ónákvæmar mælingar, dyr, glugga, mynsturgerð, mistök í uppsetningu og fleira. Ef flókið er að finna út magn mælum við með að ráðfæra sig við fagmann áður en pantað er.

Vörunúmer: 63541 Vöruflokkar: , , Stikkorð: ,

Tengdar vörur

Shopping cart

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping