Olíulakk 25%

Rubbol Satura

Rubbol Satura er hágæða, hálfmatt, terpentínuþynnanlegt alkýðúretanlakk, ætlað til notkunar utan- og innanhúss. Vegna sérstakrar samsetningar bindiefna (þ.á.m. pólýúretan), er Rubbol Satura einstaklega rispu- og slitþolið. Það er auðvelt í notkun, hefur langan opinn tíma og framúrskarandi flot. Það hylur vel, er ákaflega litþolið og gulnar ekki. Rubbol Satura er ætlað á harðvið og mýkri við en einnig á málm sem hefur verið meðhöndlaður á viðeigandi hátt undir málun.