Nico, Sage Green - Sandberg

6.650 kr. fermetraverð

Nico, Sage Green – Sandberg

Villa Como veggfóðurslínan er okkar eigin ferðasaga um hið undurfallega Como-vatn á Ítalíu. Heillandi útsýni og tímalaus fegurð dalsins við rætur Alpanna er einskonar táknmynd menningarauðs og hins ljúfa lífs. Mynstrin í Villa Como línunni sameina gróðurmótíf og grafíska nákvæmni í sveigðum vínviði, litríkum blómum og fallegum regnhlífarfurum sem mynda andstæðu við þráðbeinar rendur. Litapallettan er fengin úr sólhlýjum steinhúsum, heiðbláu hafi og grænum ólívulundum.

Nico veggfóðrið breytir léttilega hvaða rými sem er í friðsæla vin. Hönnunin fangar töfrandi sjarma klassískrar miðjarðarhafsstemningar með fíngerðum blómstrandi vínviði og smáfuglum á móti mjúkskýjuðum, kalkþvegnum bakgrunni. Fullkomið veggfóður til að skapa aðlaðandi andrúmsloft, fullt af glæsileika og náttúrulegum karakter.

Lágmarkspöntun er 3m². Við mælum með að bæta um 5 cm við breidd og hæð því veggir eru oft skakkir.

LEIÐBEININGAR við upphengingu veggfóðurs

6.650 kr. fermetraverð

Í boði sem biðpöntun

Áætla fjölda fermetra

Samtals fermetrar (fm)
Heildarverð vöru

SÉRPÖNTUN - EKKI SKILAVARA: Reiknivélin metur u.þ.b. það magn af veggfóðri sem þú þarfnast miðað við þínar mælingar. Sérefni taka ekki ábyrgð á ofáætlun eða skorti á veggfóðursmagni á grundvelli þessara útreikninga þar sem of margir þættir geta spilað inn í efnisþörf. Þar má nefna ónákvæmar mælingar, dyr, glugga, mynsturgerð, mistök í uppsetningu og fleira. Ef flókið er að finna út magn mælum við með að ráðfæra sig við fagmann áður en pantað er.

Tengdar vörur

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping