
Málmmálning
Málmmálning
Polyvine Metallic Paint
Polyvine Metallic Paint er í raun lakk, fáanlegt í nokkrum tónum sem gefa fallega, lúxus málmáferð. Lakkið er notað til skreytinga þar sem sóst er eftir að skapa glitrandi áferð á pari við ekta málma. Þessi blanda af hörðu lakki og gljáandi málmflögum hefur góða þekju og er þægilegt í vinnslu á minni svæðum. Útkoman er hart og endingargott málmyfirborð sem sómir sér vel, t.d. á veggjum, mynda- og speglarömmum, húsgögnum, leirmunum, stigapílárum og fleiru.
Polyvine Metallic Paint er fáanlegt í eftirfarandi litum: Skíragull, antíkgull, kopar og pjátur (Bright Gold, Antique Gold, Copper, Pewter).
Vöruflokkar: Lituð lökk og bæs, Málað innanhúss, Málning fyrir hús