Luca Square, Beige - Sandberg
Luca Square, Beige – Sandberg
Villa Como veggfóðurslínan er okkar eigin ferðasaga um hið undurfallega Como-vatn á Ítalíu. Heillandi útsýni og tímalaus fegurð dalsins við rætur Alpanna er einskonar táknmynd menningarauðs og hins ljúfa lífs. Mynstrin í Villa Como línunni sameina gróðurmótíf og grafíska nákvæmni í sveigðum vínviði, litríkum blómum og fallegum regnhlífarfurum sem mynda andstæðu við þráðbeinar rendur. Litapallettan er fengin úr sólhlýjum steinhúsum, heiðbláu hafi og grænum ólívulundum.
Veggmyndin Luca minnir á friðsælan suður-evrópskan garð. Milt kalkþvegið yfirborðið er rammað inn af gróskumiklum vínviði og mildu blómamynstri sem skapar náttúrulegt yfirbragð innandyra.
Athugið að veggfóðrið fæst í tveimur útgáfum; Luca Square og Luca Rectangle. Veljið það form sem frekar hentar ykkar vegg, þ.e. Luca Square ef veggurinn er nær ferningi en Luca Rectangle ef hann er meira aflangur. Mynstrið verður síðan aðlagað eins vel og kostur er að málum veggjar hvers og eins.
Lágmarkspöntun er 3m². Við mælum með að bæta um 5 cm við breidd og hæð því veggir eru oft skakkir.
6.650 kr. fermetraverð
Í boði sem biðpöntun


























