
Lacy Longlegs, Silver - Arte
Lacy Longlegs, Silver – Arte
Green House veggfóðurslínan frá Moooi er sláandi falleg í sínum hljóðláta og fágaða glæsileika. Andrúmsloftið minnir á sólstofur frá Viktoríutímanum. Saman skapa mynstrin undursamlegan heim þar sem þrívíddarhönnunin býr til áþreifanlega upplifun. Línan er unnin úr hágæðaefnum, með áferð viðarspóns, silki, jacquard og bouclé vefnaðar.
Lacy Longlegs veggfóðrið sækir innblástur í flókinn vef köngulóarinnar, laufblöð og gotneska boga. Það er hannað í þrívídd þannig að heitu móti er þrýst inn í textílefni en mótafarið helst í efninu þegar það kólnar. Mjúk bouclé áferðin og þrívíddin hafa jákvæð áhrif á hljóðvist.
Lacy Longlegs veggfóðrið er þykkur textíll með hljóðdempandi og blettafráhindrandi eiginleikum. Bakið er úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven) sem þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná veggfóðrinu af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að setja límið á vegginn. Blautt/rakt lím má strjúka létt af framhliðinni með svampi við upphengingu. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið. Einnig má benda á myndbönd á heimasíðunni.
Leiðbeiningar fyrir veggfóður með non-woven bakhlið
Myndband fyrir textílveggfóður í þrívídd á non-woven bakhlið
44.814 kr. lengdarmetraverð
Í boði sem biðpöntun