Injisuthi, Jade - Cole & Son
Injisuthi, Jade – Cole & Son
Ardmore Baobab er veggfóðurslína þar sem hönnun mætir list. Hún er hylling til hins tignarlega Baobab trés í Suður-Afríku. Það er umvafið dulspeki og goðsögnum, oft kallað „lífsins tré“. Tréð er sagt hafa lækningarmátt og er í raun tákn fyrir lífsorkuna í dýralífi og gróðurfari Suður-Afríku, enda stendur það keikt í landslaginu og allar lifandi verur laðast að því. Hönnunarhúsin Cole & Son og Ardmore Ceramics hafa enn og aftur skapað dásamlega upplifun með mynstrum sem eru hugmyndarík, glaðleg og iðandi af lífi.
Injisuthi veggfóðrið sýnir leikglöð kattardýr, flamingóa, tjarnir og gróskulegar plöntur. Það sækir innblástur til fossanna í Drakensbergfjöllum; óhemjufögrum og ósnortnum stað á heimsminjaskrá UNESCO og er einmitt nálægt vinnustofum Ardmore. Veggfóðrið kemur í þremur litapallettum sem eru dæmigerðar fyrir breytilegt landslag árstíðanna í Injisuthi.
71.585 kr. rúlluverð
Í boði sem biðpöntun































Hicks' Grand - Cole & Son