Hrá eða soðin línolía
Hrá eða soðin línolía
Rå eller kokt linolja
Allbäck línolían er hágæða náttúruvara sem er kaldpressuð í fyrstu og síðan eru öll prótein og önnur óhreinindi fjarlægð. Hún er því mun hreinni en gengur og gerist og hefur betri vætingu inn í viðinn, meira vatnsþol og styttri þurrktíma. Þessi gagngera hreinsun tryggir að engin þörf er á rotvarnarefnum í Allbäck vörurnar, t.d. í Linus veggmálningunni.
Allbäck línolían er unnin eftir gömlum framleiðsluferlum sem hafa verið í þróun frá átjándu öld. Línolía, hrá eða soðin, hefur verið notuð Í Svíþjóð um langan aldur. Svíum urðu snemma ljósir kostirnir sem hrein próteinfrí línolía hafði í viðhaldi mannvirkja. Til dæmis var snemma byrjað á að nota kaldpressaða hráa línolíu (Allbäck Rå Linolja) á ómeðhöndlað timbur áður en málað var. Hún ísogast nefnilega afar vel í tréverk og ver það þannig gegn raka og fúa. Kaldpressuð hrá línolía er einnig kjörin til framleiðslu á línolíukítti og línolíusápu.
Soðin, oxuð línolía (Allbäck Kokt Linolja) er gerð þannig: Hrá línolía er soðin með smávegis af þurrkefni. Við það þykknar olían og þurrktíminn er styttur enn meira en í hráu olíunni. Þetta efni er það sem margir þekkja undir heitinu fernisolía og hefur í gegnum tíðina verið mikið notuð á trégólf og í viðhaldi trébáta. Soðin línolía er einnig notuð til framleiðslu línolíumálningar, línolíuvax og Linus veggmálningar. Auk þess má nýta hana til að þynna línolíumálningu og til viðhalds hennar. Soðin línolía hentar ekki sem grunnur undir málningu – þar skal nota hráa línolíu.